is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20684

Titill: 
 • „Niðurstaðan gæti verið frábær ef ...“ : leikskólastjórar á Austurlandi og menntastefnan skóli án aðgreiningar
 • Titill er á ensku „The result could be very good if ...“ : preschool principals in East Iceland and inclusive education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar er menntastefna þar sem lögð er áhersla á réttindi allra til náms í skóla sem byggist á lýðræðislegri hugsun og félagslegu réttlæti. Þar er unnið markvisst að því að hrinda úr vegi hindrunum sem kunna að stuðla að hvers kyns mismunun, sama af hvaða meiði þær kunna að vera.
  Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á upplifun leikskólastjóra á Austurlandi á innleiðingu menntastefnunnar skóla án aðgreiningar, í þeim tilgangi að efla þekkingu á sviðinu þar sem niðurstöðurnar geta orðið mikilvægt innlegg í umræðu um menntastefnuna skóla án aðgreiningar og gert okkur færari um að vinna eftir henni. Rannsóknin byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem gagna var aflað með viðtölum við tíu leikskólastjóra á Austurlandi.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að leikskólastjórar á Austurlandi eru jákvæðir í garð stefnunnar skóla án aðgreiningar. Þeir telja sig leggja sitt af mörkum til að stefnan nái fram að ganga sem faglegir leiðtogar í leikskólum. Þeir hafa upplifað miklar breytingar á starfsemi leikskóla undanfarin ár og telja að þeim hafi fylgt auknar kröfur, meðal annars til vinnu eftir stefnunni um skóla án aðgreiningar. Leikskólastjórarnir upplifa jákvætt viðhorf leikskólakennara til stefnunnar, en niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að leikskólakennararnir séu fáir og því mikilvægt að fjölga þeim. Auk þess þarf að tryggja að leikskólastarfsfólk hafi tækifæri til símenntunar og að leikskólastjórar hafi möguleika á að efla starfsfólk sitt í starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stoðþjónustu og ráðgjöf til leikskóla á Austurlandi þurfi að bæta.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfshættir sem einkenna læknisfræðileg sjónarhorn hafi töluverð áhrif á leikskólastarf á Austurlandi, þar sem litið er á fötlun sem persónulegan harmleik þeirra sem þurfi á lækningu og ummönnun að halda. Engu að síður einkennast viðhorf leikskólastjóra meira af félagslegum nálgunum sem beina athyglinni að félagslegum þáttum og umhverfi sem takmarka þátttöku fólks með skerðingu í samfélaginu. Einnig gefa niðurstöðurnar til kynna að viðhorf í samfélaginu til leikskólastarfs einkennist af þeirri hugsun að leikskólinn sé fyrst og fremst þjónusta við foreldra en ekki skóli. Þetta gefur vísbendingar um skort á sameiginlegri sýn þeirra sem að leikskólunum standa og kallar á að þeir aðilar móti sér skýra stefnu þar sem áherslur þurfa að vera á leikskólann sem menntastofnun sem vinnur eftir menntastefnunni skóla án aðgreiningar. Til að geta unnið að því markmiði þarf að skapa aðstæður sem efla leikskóla til að starfa í anda faglegs námssamfélags og skóla án aðgreiningar.

 • Útdráttur er á ensku

  Inclusive education is an educational approach, emphasizing everyone’s right to school education, based on democratic thinking and social equality. This approach aims to systematically overcome any obstacles that could allow for any kind of discrimination, of whatever nature they may be.
  The aim of the study was to gain an understanding of how principals of kindergartens in East Iceland experienced the implementation of the inclusive education approach, in order to support a better understanding of this area, as the findings may offer a valuable contribution to the discussion of inclusive education and enable us to follow the approach in a more informed way. The study is based on qualitative research methods, where data was collected from ten principals of kindergartens in East Iceland through interviews.
  The main findings of the study show that principals of the kindergartens in this study share a positive view towards inclusive education. They believe that as professional leaders they contribute to the success of the approach in kindergartens. They have experienced great changes in the kindergarten environment in the past few years, and they feel that these changes come with increased demands, including demands regarding inclusive education. The principals feel that the kindergarten teachers share a positive attitude towards the approach, but the findings of the study suggest that they are too few, and that it is vital that they grow in number. In addition, it is essential to ensure that teachers in kindergartens have an opportunity to pursue lifelong learning, and that principals of kindergartens have a chance to support their employees. The findings of the study suggest that kindergartens in East Iceland are in need of improved support service and counselling.
  The study’s findings imply that views from a medical point of view have a significant impact on the kindergarten environment studied although the principals’ views resonate more with the social approach. Furthermore, the findings suggest that the prevalent attitude in the community is that the kindergarten’s primary role is to be of service to parents, rather than function as an educational institution. This implies a lack of common vision among those involved in the operation and environment of the kindergartens, and displays a need for a clear strategic policy with emphasis on the kindergarten as an educational institution operating in accordance with inclusive education. In order to work towards that goal, conditions need to be created where the kindergartens may be reinforced so that they can operate as professional learning communities and according to the approach of inclusive education.

Samþykkt: 
 • 19.3.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
margret_björk_MEd_26.01..pdf922.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna