is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20685

Titill: 
  • „Sveitarfélagið mætti sýna meiri lit...“ : viðtalsrannsókn á viðhorfum sex sunnlenska skólastjóra til heilsueflingar grunnskóla
  • Titill er á ensku "Local authorities could do more"
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Febrúar 2015
Útdráttur: 
  • Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 er heilbrigði og velferð ein af sex grunnstoðum grunnskólastarfs á Íslandi. Þrátt fyrir þetta eru einungis um þriðjungur íslenskra grunnskóla þátttakendur í verkefni landlæknisæmbættisins „Heilsueflandi grunnskóli“. Í þessari eigindlegu viðtalsrannsókn er leitast við að varpa ljósi á viðhorf sex sunnlenskra skólastjórnenda til heilsueflingar grunnskóla. Tekin voru viðtöl við skólastjóra úr sex misstórum grunnskólum á Suðurlandi en vegna stærðar skólanna aukast líkur á fjölbreytileika viðmælenda og fjölbreytni gagna. Tilgangurinn var að fá skólastjórnendurna til að varpa ljósi á hver staða heilsueflingar er í grunnskólum, hvað er í góðum farvegi, hvað ekki og einnig að afla upplýsinga um hvernig til hefur tekist að vinna að þáttum heilsueflingar. Mjög misjafnlega er staðið að heilsueflingu þó allir skólar viðmælenda vinna að mestu leyti eftir heilsueflingu, sama hvort þeir séu þátttakendur í „Heilsueflandi grunnskóla“ eður ei. Vel hefur gengið að að fá starfsmenn og nemendur til lags við heilsueflingu en ekki eins vel að fá heimili og nærsamfélag til virkni. Þó er talsverður munur á virkni eftir skólum og sveitarfélögum. Eftir því sem þátttaka sveitarfélagana sjálfra er meiri auk áhuga stjórnenda og starfsmanna, þeim mun meiri virkni og árangur er af starfi heilsueflingar. Skólastjórar telja sinn þátt í innlögn og eftirfylgni vera mikilvægan,jafnvel forsendu fyrir árangri. Einnig deila skólastjórar þeirri sameiginlegu skoðun að áreiti úr samfélaginu á nemendur hafi aukist til muna síðustu ár og það hafi leitt til aukinar andlegar vanlíðanar nemenda. Skólastjórar deila einnig þeirri skoðun að stjórnsýslustig sveitarfélaga þurfi að styðja enn frekar við heilsueflingu meðal annars í formi íþróttastyrkja fyrir nemendur og starfsfólk skóla. Litlir skólar í sveitum eru líklegri til að hafa heilsteyptari stefnu í manneldismálum, til að mynda með því að nota hráefni úr héraði til matvælaframleiðslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Health and wellbeing are one of the six foundational building blocks of education in Iceland according to the 2013 elementary school curriculum. Despite this fact, only a third of Icelandic elementary schools participate in the Medical Director Office official incentive that focuses on improving health in schools. Through interviews, this thesis examines perspectives of governing authorities of six schools of varying size in southern Iceland with regards to this important matter. Choosing schools with a range of student numbers increases the comprehensiveness and reliability of the study. The purpose of the thesis is to examine what is being done, what has been shown to be effective and what needs to be improved when it comes to improving health and wellbeing of students. The findings show that whether or not the schools included in the study are partaking in the official incentive initiated by the Medical Director Office or not, school leaders are working towards the same goal. Considerable success has been achieved in getting workers and students involved but getting parents and the local communities invested has proven more challenging. According to school principals, implementation and success of such incentives is linked to their own personal level of involvement as well as that of local authorities. Principals also agree that societal pressure on students has increased considerably in the past few years, resulting in a decrease in the emotional wellbeing of students. Furthermore, principals stated that local authorities could do more by subsidizing sport and fitness programs for staff and students. Finally, small schools in rural areas tend to have more comprehensive policies in terms of Human Interest Policies , for example by using locally grown ingredients for food production.

Samþykkt: 
  • 19.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M Ed ritgerðin í B5 29 jan.pdf637.88 kBOpinnPDFSkoða/Opna