is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20686

Titill: 
  • Lifandi tré fjölgar lengi greinum : starfendarannsókn verkefnisstjóra í mentorsambandi á vinnustað
  • Titill er á ensku Live trees let the branches grow and prosper : project manager´s action research at the workplace
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið er tvíþætt; ég var þátttakandi í mentorsamböndum og gerði starfendarannsókn á tímabilinu júní 2013 til október 2014. Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka hvernig þátttaka mín í mentorsamböndum nýttist mér sem verkefnisstjóri verkefnanna SMT og Olweus á vinnustað mínum, grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ég stofnaði til tveggja óformlegra mentorsambanda, við mentor á vinnustaðnum og utan vinnustaðarins. Fræðilegur rammi verkefnisins snertir hugtök tengd mentorleiðsögn og verkefnisstjórnun. Þar sem um starfendarannsókn var að ræða var fjölbreyttum gögnum safnað. Þetta eru; dagbókarfærslur, matslistar, spurningalisti, fyrirliggjandi gögn og hálfopin viðtöl við mentora mína. Ég var einnig með rýni (e. critical friend) á rannsóknartímabilinu. Heiti verkefnisins vísar til niðurstaðna rannsóknarinnar en þeim eru gerð skil bæði út frá verkefnisstjórnuninni og mentorsamböndunum. Niðurstöður fyrri rannsóknarspurningarinnar: Hvernig get ég bætt verkefnisstjórnun mína þannig að ég verði sáttari við mig sem verkefnisstjóri? voru þær að ég fann hvernig ég varð sáttari í eigin skinni þegar ég hugaði betur að mannlegu hliðinni í verkefnisstjórnuninni og leitaðist við að leiða verkefnin í samvinnu við starfsfólkið. Fræðin um leiðtoga og forystu, gildi og fullorðinsfræðslu ásamt þátttöku minni í mentorsamböndunum leiddu mig á þá braut sem ég vil halda mig á sem verkefnisstjóri. Sú persónulega og starfstengda mentorleiðsögn sem mentorar mínir veittu eins og ráðleggingar, virk hlustun og tækifæri til þessa að skoða samskipti mín, er eitt svarið við seinni rannsóknarspurningunni minni, um það hvernig mentorsamband nýttist mér í verkefnisstjórnuninni. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikilvægt sé að huga vel að umgjörð óformlegs mentorsambands ef stofna á til slíks sambands á vinnustað. Þær sýna að óformlegt mentorsamband geti verið gagnlegt fyrir bæði mentorþega og mentor svo og vinnustaðinn, og samræmist það rannsóknarniðurstöðum annarra.

  • Útdráttur er á ensku

    My project was two fold and included an action research and a participation in two informal mentor relationships. The main objective of the research project was to study how my participation in a mentor relationship would benefit me as a SMT and Olweus project manager at my workplace, a primary school in Iceland. The research took place from June 2013 to October 2014. I had two mentors, one in and one outside my workplace. The theoretical frame consisted of concepts related to mentoring and project management. Action research offers a variety of data collection and mine included: existing documents, a questionnaire, diary, checklists, interviewing my mentors, and a critical-friend. The results revealed both the mentoring and project management part. The results to the prior research question; “How can I improve my project management skills to the point I feel satisfied as a project manager?”, showed that I was more satisfied as project manager when focusing on greater effort in nurturing the human aspect and leading SMT and Olweus projects collaboratively with my co-workers. Along with my participation in mentor relationships, the literature of leadership, values and andragogy helped to shape me as a better project manager. For the latter research question, “How will my experience in a mentor relationship apply to my role as a project manager?”, I found that both the psychosocial and career mentoring functions I experienced helped me improve as a project manager. My results were consistent with the literature about the benefits of informal mentor relationship in the workplace. The results indicate, however, that it is necessary to consider carefully the framework for an informal mentor relationship at the workplace.

Samþykkt: 
  • 19.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Ingadóttir.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna