is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20687

Titill: 
 • „Hinn þögli minnihluti" : um reynslu grunnskólakennara af kennslu nemenda með tal- og málþroskafrávik.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu grunnskólakenna af kennslu nemenda með tal- og málþroskafrávik. Tilgangur hennar er að hvetja til vitundarvakningar með því að vekja máls á stöðu nemenda með tal- og málþroskafrávik innan grunnskóla hér á landi.
  Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn um málefni nemenda með tal- og málþroskafrávik í grunnskólum. Tekin voru viðtöl við fimm starfandi grunnskólakennara, sem allir hafa reynslu af kennslu nemenda með frávik á þáttum sem snerta tal og mál. Spurt var um námsþarfir og námsgengi nemenda og um mat kennara á þeirri þjónustu sem nemendur með tal- og málþroskafrávik fá í grunnskólum. Þá var spurt um faglegan undirbúning og hvert kennarar leiti eftir faglegri þekkingu og stuðningi við starf sitt. Einnig var spurt um faglegt samstarf, innan skóla og utan, og um gildi snemmtækrar íhlutunar.
  Helstu niðurstöður sýna að nemendur með tal- og málþroskafrávik hafa fjölbreyttar þarfir og fá misjafna þjónustu. Þjónustan fer eftir skólum og því fagfólki sem starfar þar og/eða því fagfólki sem skólar hafa aðgang að. Fjármagn er af skornum skammti til að ráða fagfólk, sérstaklega talmeina-fræðinga til að sjá um mikilvæga þjálfun nemenda sem grunnskólakennarar hafa ekki þekkingu á eða aðstæður til að veita. Hér er um að ræða þjálfun sem þarf að fara fram á einstaklingsgrunni og/eða í litlum hópum. Í rannsókninni kom fram mikill vilji grunnskólakenna til að koma til móts við nemendur með frávik sem snerta tal og mál þrátt fyrir lítinn undirbúning og mismikla þekkingu. Þeir eru meðvitaðir um faglega ábyrgð og leita ýmissa leiða til að bæta þekkingu sína til að koma til móts við þarfir nemenda. Grunnskólakennararnir sem tóku þátt í rannsókninni eru sannfærðir um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar.
  Niðurstöður gefa sterkar vísbendingar um mikilvægi aukinnar umræðu og vitundarvakningar á málefnum nemenda með tal- og málþroskafrávik.
  Lykilhugtök: Grunnskólakennarar, nemendur með tal- og málþroskafrávik, reynsla, þjónusta, fagmennska-ígrundun, samstarf, snemmtæk íhlutun og vitundarvakning.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The Silent Minority
  About the Experience of Elementary School Teachers Regarding Students with Speech- and Language Impairment.
  The goal of this research was to shed a light on the experience of elementary school teachers with regards to teaching students with speech and language impairment. The aim of the research is to encourage an awareness raising of the issue in elementary schools.
  A qualitative research was made where five experienced teachers were interviewed regarding the factors that influence speech and language impairment.
  Questions that were asked concerned the learning needs and study results of students and evaluation of teachers regarding the services that the students receive in elementary schools. Teachers were also asked about their professional preparation, where they look for professional knowledge and support and about professional cooperation, both in the school and outside and at last about the value of early intervention.
  The main results show that students with speech and language impairment have different needs and get varying services. The service depends on the schools and the professionals that work there or the experts that the schools have access to. Finance is scarce so professional people in the field might not be hired; especially speech therapists that could contribute to important training of students that the teachers are not qualified to give.
  The training has to be on individual basis and/or in small groups. In the research, teachers show much willingness to meet the needs of the students in spite of little preparation or knowledge of the specific problems. They are aware of their professional responsibility and look for ways to improve their knowledge to be able to meet the needs of their students. The teachers that took part in the research are convinced of the importance of early intervention.
  The results give strong clues that an increased debate in the field and the raising of the awareness of the issues of students with speech and language impairment is important.
  Key concepts; Elementary teachers, students with speech and language impairment, experience, service, professionalism, reflection, cooperation, early intervention, awareness raising

Samþykkt: 
 • 19.3.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín G. Friðbjörnsdóttir.pdf662.6 kBOpinnPDFSkoða/Opna