is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35902

Titill: 
  • Álit fagaðila í heilbrigðisþjónustu á umsóknarferli gervihnjáa á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Þeim gervihnjám sem úthlutað er á Íslandi til einstaklinga sem misst hafa útlim ofan hnés má skipta í tvo flokka; annarsvegar eru mekanísk hné sem eru yfirleitt fyrsta hné sem einstaklingi er úthlutað, hinsvegar eru örgjörvastýrð gervihné. Umsóknarferli gervihnjáa á Islandi fer yfirleitt í gegn um Sjúkratryggingar Íslands og þeir aðilar sem koma að því ferli eru stoðtækjafræðingur, sjúkraþjálfari og notandinn sjálfur. Á Íslandi er ekkert staðlað ferli sem sjúkraþjálfarar eða aðrir fagaðilar geta nýtt sér við umsókn gervihnjáa.
    Markmið: Að fá álit fagaðila um það hvort staðlað umsóknarferli myndi nýtast þeim við vinnu og að gefa tillögu að stöðluðu umsóknarferli á Íslandi. Að fá yfirsýn yfir þá þætti sem hafa verið skoðaðir í erlendum rannsóknum varðandi verkferla, sem og klínískan og fjárhagslegan ávinning mismunandi gervihnjáa.
    Aðferð: Gagnasöfnun fór fram í gagnabönkum PubMed og Google Scholar til þess að finna greinar sem lýsa gervihnjám, samanburð á milli mismunandi gervihnjáa og fjárhagslega þætti þeim tengdum. Viðtöl voru tekin við 6 fagaðila sem koma að umsóknarferli gervihnjáa. Þeir fagaðilar starfa á sviði stoðtækjafræði, sjúkraþjálfunar og Sjúkratrygginga Íslands. Viðtölin fóru fram með samskiptaforritinu Zoom og símleiðis. Niðurstöður viðtala voru greindar út frá þemagreiningu með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunni um hvort staðlað umsóknarferli myndi nýtast fagaðilum í starfi. Niðurstöður voru kóðaðar af höfundi með opinni kóðunaraðferð og flokkuð í þemu.
    Niðurstöður: Niðurstöðum viðtala var skipt niður í flokka sem tengjast spurningum viðtala og þeim niðurstöðum sem komu fram í þeim. Hlutverk sjúkraþjálfara er rauður þráður í öllum viðtölum við fagaðila, sem álitu aðkomu sjúkraþjálfara einna mikilvægast að staðla. Sjúkraþjálfarar starfa á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu og hafa mismunandi reynslu af endurhæfingu og umsóknarferli aflimaðra einstaklinga. Þáttur notenda í umsóknarferli gervihnjáa er, að því virðist, umdeildur og þarfnast stöðlunar. Eftirfylgd með notenda í kjölfar úthlutunar stoðtækis er mikilvægur þáttur í endurhæfingu og verður að vera tekinn skýrt fram í byrjun umsóknarferlis.
    Samantekt: Umsóknarferli gervihnjáa á Íslandi er í ágætum farvegi, það sem helst má bæta er stöðlun á verkferlum fagaðila og þátt notenda hverju sinni. Sérstaklega mun stöðlun á verkferlum sjúkraþjálfara nýtast við umsókn á gervihnjám. Fagaðilar voru allir sammála um að stöðlun á verkferlum myndi gera starf þeirra þægilegra ásamt því að gera umsóknarferlið sanngjarnara og faglegra.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: The types of prosthetic knees that are commissioned to those who have lost a limb above the knee can be devided in to two categories; non-microprocessor controlled knees (NMPK‘s), which are usually the first choice following an amputation, and microprocessor controlled knees (MPK‘s). The commissioning of prosthetic knees is usually managed by Sjúkratryggingar Islands. The health-care professionals that are involved in this procedure are a certified prosthetist and orthotist, a physical therapist and the recipient.
    Aims: To gain the opinions of health-care professionals wether a standardization regarding the commissioning of prosthetic knees would benefit them in practice and to make a notion regarding a standardized commissioning procedure. To conduct a review of the literature regarding the difference between different prosthetic knees.
    Method: The database search of the comparison between different prosthetic knees was conducted via PubMed and Google Scholar. Individual, semi-structured interveiws were conducted with 6 individuals who are involved in the rehabilitation of amputated patients and in the commissioning of prosthetic knees. The health-care professionals include prosthetists, physical-therapists and employees of Sjúkratryggingar Íslands. The inderviews were conducted via the online communication program Zoom and by telephone. The results of the interveiws were analyzed by the author with the aim to answer the research question; whould a standardized procedure benefit the health-care professionals in practice. The results were coded using open-coding and subcategorized in to themes.
    Results: The results from the interviews were devided into categories related to the questions asked during the interviews and interesting results from them. The role of the physical therapist is a recurring theme in the results from the interveiws and the most important role in regards of standardization of work-procedures. Physical therapist occupy many different fields of the health-care system and they have different levels of experience regarding the rehabilitation of amputated individuals and managing the application of prosthetic knees. The role of the recipient in the commissioning procedure is debated and is in need of standardization. After an individual has been perscribed a prosthetic knee, follow-ups on regular intervals are an important factor of the rehabilitation and must be clearly stated during the first steps of commissioning a prosthetic knee.
    Summary: The commissioning policy of prosthetic knees is well functional but can be improved, specifically regarding the standardization of work procedures. The role of the physical therapist, is particularly, in need of a standardization. Health-care professionals agree that a standardization of the commissioning policy would benefit them clinically, as well as making the commissioning more fair and more professional.

Samþykkt: 
  • 5.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - lokaútgáfa vh.pdf575.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirskrifuð Yfirlýsing.pdf51.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF