is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20694

Titill: 
  • Breytingastjórnun út frá kenningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um breytingastjórnun útfrá kenningum stjórnunarfræðanna. Ritgerðin er byggð upp sem heimildaritgerð og í henni mun ég skoða hugmyndir sérfræðinga á sviði stjórnunar sem byggt hafa grunninn að fræðunum.
    Í byrjun er gerð grein fyrir grunnhugmyndum breytingastjórnunar og hvernig aðgreina má breytingar útfrá tegundum breytinga og breytingaferlinu sjálfu. Ítarlega mun farið í fimm kenningar breytingastjórnunar sem allar hafa mismunandi sýn á breytingar innnan skipulagsheilda. Þær kennningar sem skoðaðar eru sérstaklega eru Átta þrepa breytingastjórnun Kotters, Gleicher formúlan eftir Beckhard og Gleichers, Adkar módelið, Kübler Ross módelið og Kraftagreining Lewins.
    Segja má að ritgerðin sé í raun og veru tvískipt, í fyrri hlutanum er leitast við að flokka breytingarnar og bent er á hvað það er sem einkennir árangursríkar breytingarnar. Einnig eru skoðuð algengustu mistök við framkvæmd breytinga og hvernig hægt er að forðast þau. Í síðari hlutanum er síðan farið í kenningarnar sjálfar sem allar hafa sín sérkenni. Þegar farið er í síðari hlutann er mun betra að hafa þá þekkingu sem kemur fram í fyrri hlutanum
    Segja má að hagnýtni ritgerðarinnar felist svo í þeim samanburði sem kemur fram á milli kenninga og getur einfaldað þeim stjórnendum og námsmönnum sem vinna með breytingastjórnun að velja sér ákveðna nálgun umfram aðra byggða á fræðunum. Sér í lagi fyrir þau fyrirtæki sem hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu mannauðsins.

Samþykkt: 
  • 21.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olafur_Kjartansson.pdf207,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna