is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20697

Titill: 
 • Starfsemi nemendaverndarráða : hlutdeild nemenda í ákvörðunartöku.
 • Titill er á ensku Practices of pupil's welfare councils : children's involvement in decision making.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna starfsemi nemendaverndarráða í grunnskólum og hlutdeild nemenda í ákvörðunum í eigin málum. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, auk laga og reglugerða um nemenda¬verndarráð og áherslur aðalnámskrár með grunn-þáttunum lýðræði og mannréttindi, voru höfð að leiðarljósi. En að auki var tekið mið af nýrri sýn sem birtist í bernskurannsóknum þar sem litið er á börn sem sjálfstæða einstaklinga.
  Nemendaverndarráð eru þverfagleg teymi sem starfa samkvæmt lögum í grunnskólum landsins. Ráðunum var upphaflega ætlað að skapa vettvang þar sem skólar og forsjáraðilar nemenda gætu fengið aðra sér-fræðinga í lið með sér til að vinna af umhyggju við að hjálpa nemendum í vanda en starfið gat einnig náð yfir skipulagsmál skólans. Þrátt fyrir að starfa í nær öllum grunnskólum landsins hefur starfsemi þeirra lítt verið rannsökuð. Hvergi í reglugerð um nemendaverndarráð er minnst á hlutdeild nemenda í starfinu þrátt fyrir lögboðin réttindi barna til þess að láta skoðanir sínar í ljós í málum er þau varða og að tekið skuli réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska.
  Megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt í rannsókninni. Rafrænn spurningalisti var sendur til skólastjóra allra grunnskóla á Íslandi skólaárið 2013–2014. Gagnasöfnun fór fram haustið 2013 og var svarhlutfall um 50%.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nemendaverndarráð starfi í flestum grunnskólum og töldu þátttakendur ráðin almennt starfa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Mál sem rata inn á borð nemenda-verndarráða eru af ýmsum toga en eiga það flest sameiginlegt að fjalla um málefni einstakra nemenda. Þrátt fyrir það er hlutdeild nemenda í af-greiðslu og umfjöllun mála sem þá snerta takmörkuð. Þátttakendur töldu aldur og þroska nemenda og eðli mála helstu ástæður þessa. Auk þessa bentu niðurstöður til þess að festu virðist skorta hvað snertir skráningu og varðveislu gagna um starfsemi ráðanna.
  Til að stuðla að markvissu starfi og starfsþróun innan nemenda¬verndar¬-ráða er mikilvægt að hafa haldgóða þekkingu á núverandi starfsemi og veita niðurstöður þessarar rannsóknar þá yfirsýn. Þess er vænst að ritgerðin verði til leiðsagnar þar sem hún veitir innsýn í störf ráðanna og jafnframt að hún veki lesendur til umhugsunar um réttindastöðu grunnskólanemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to research activities of pupil’s welfare councils in primary schools and involvement of students in decisions regarding their own affairs. The United Nations Declaration on the Rights of the Child, childhood studies on the status of children as independent individuals and objectives in the national curriculum basic components of democracy and human rights, as well as laws and regulations regarding pupil welfare councils, were used as guidelines.
  Pupil welfare councils are interdisciplinary teams operating in almost all primary schools in Iceland. The councils were originally intended to provide a forum where schools and guardians of students could summon other professionals to work with in order to help students in distress, but the council could also cover other issues concerning the school. Despite operating in almost every primary school in the country there is not much research about them to be found. Nowhere in the regulation of pupil welfare councils is involvement of students mentioned. It contradicts with the statutory rights of children to present their own opinions in matters concerning them and that their opinions should be taken into an account according to their age and maturity.
  Quantitative research methods were used in this study. An electronic questionnaire was sent to all primary school principals during the school year 2013–2014. Data collection took place in the autumn of 2013 and the response rate was 50%.
  The study showed that pupil welfare councils are in place in most primary schools and participants felt that they generally operate in the best interests of students. Issues that find their way into such pupil welfare council meetings vary, but they are most commonly on matters relating to individual students. Nevertheless the involvement of students, in matters concerning them, is limited. Participants felt that age and maturity of students and the nature of different issues were the main reasons for this. The study also showed a lack of stability in regulations regarding preservation of minutes.
  In order to ensure successful and effective development within pupil welfare councils, it is important to have considerable knowledge of current activities and provide results. It is expected that this thesis will be a guideline, as it provides insights into the work of pupil welfare councils but also raises awareness of pupil’s rights.

Samþykkt: 
 • 23.3.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna