is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/207

Titill: 
 • Þetta situr ennþá í mér : upplifun foreldra barna sem dvalið hafa á gjörgæsludeild
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og lýsa upplifun foreldra barna sem hafa dvalið á gjörgæsludeild. Markmiðið var að kanna upplifun foreldra af aðstæðum, hvernig viðmót starfsfólks væri og hvaða stuðningur væri í boði.
  Rannsóknarspurning okkar var:
  - ,,Hver er upplifun foreldra barna sem hafa dvalið á gjörgæsludeild?”
  Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð sem nefnist Vancouver skólinn í fyrirbærafræði. Rannsókn í fyrirbærafræði lýsir upplifunum fólks af atburðum eða lífsreynslu út frá heildrænu sjónarmiði. Þátttakendur voru sex foreldrar fjögurra barna sem dvalið höfðu á gjörgæsludeild á árunum 2002-2003. Tekin voru tvö viðtöl við hverja foreldra og þau greind í fjögur meginþemu sem lýstu upplifun þeirra.
  Helstu niðurstöður voru að meðan á gjörgæsludvölinni stóð snérist allt líf foreldranna um barnið sem var veikt eða slasað. Þeim fannst mikilvægt að geta verið hjá barninu og taka þátt í umönnun þess. Einnig kom í ljós að reynslan situr ennþá í foreldrunum og hún rifjast upp fyrir þeim við að sjá eða heyra eitthvað sem minnir á hana. Það var foreldrum viss léttir að barn þeirra væri komið undir læknishendur en þeir höfðu jafnframt áhyggjur af afdrifum þess. Foreldrar upplifðu öryggi á gjörgæsludeildinni og fannst þeim starfsfólk vera faglega fært og sýna barni þeirra umhyggju og virðingu. Það var því erfitt skref fyrir þá þegar barn þeirra útskrifaðist yfir á barnadeild þótt þeir gleddust yfir framförum þess. Eitt af því sem sumum foreldrum fannst erfitt á gjörgæsludeildinni var hversu mikil nálægð var við aðra skjólstæðinga deildarinnar, bæði sjúklinga og aðra aðstandendur, og það sem þeir voru að ganga í gegnum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar samræmast nokkuð vel niðurstöðum erlendra rannsókna um þetta efni. Undantekningar eru þó nálægðin sem foreldrarnir upplifðu við aðra aðstandendur og það hversu mikið reynslan situr ennþá í þeim. Rannsókn sem þessi ætti að geta nýst til að bæta þjónustu við foreldra og aðra aðstandendur á gjörgæsludeild.
  Lykilhugtök: Foreldrar, upplifun, þarfir, gjörgæsludeild, fyrirbærafræði.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
situr.pdf1.71 MBOpinnÞetta situr ennþá í mér - heildPDFSkoða/Opna