is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24728

Titill: 
  • Viðskiptatengd ferðamennska. Virðisskapandi þættir í markaðsmiðun M.I.C.E. vörunnar almennt og í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram þá virðisskapandi þætti sem mikilvægt er að hafa í huga við markaðsmiðun þeirrar viðskiptatengdu ferðamennsku sem tengist fundum, ráðstefnum, hvataferðum og sölusýningum (M.I.C.E). Aðaláherslan er á áfangastaði og hvaða þættir það eru sem valdi því að einn áfangastaður er valin umfram aðra í slíkri ferðamennsku. Einnig er markmið að finna þá þætti sem eru ráðandi í að móta virði Reykjavíkur í M.I.C.E. ferðamennsku. Notaðar voru fræðilegar upplýsingar og upplýsingar úr rannsóknum CBI og Cvent. Auk þess var framkvæmd megindleg rannsókn sem lögð var fyrir erlenda M.I.C.E. skipuleggjendur úr tengslaneti Meet in Reykjavík (MIR). Niðurstöðurnar leiða í ljós að það er að ýmsu að huga við markaðsmiðun áfangastaða í M.I.C.E. ferðamennsku. Flestir þættir sem lúta að aðdráttarafli áfangastaða, bæði svokallaðir erfðir og áunnir þættir auka virði í M.I.C.E. ferðamennsku. Hinir áunnu þættir, eins og gisting og viðburðaraðstaða, virðast þó skapa meira virði en hinir erfðu þættir. Eins og staðan er í dag eru þessir áunnu þættir á áfangastöðum flestir mjög samkeppnishæfir og til að auka virði er því mikilvægt að draga fram sérstöðu þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að náttúran og einstakleiki Reykjavíkurborgar þ.e. hinir erfðu þættir áfangastaða frekar en hinir áunnu skapa Reykjavík ákveðna sérstöðu og þar með samkeppnisforskot í M.I.C.E. ferðamennsku.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this paper is to find the value based factors that are important in the target marketing (STP-marketing) of the business tourism product that applies to meetings, incentives, conferences and exhibitions (M.I.C.E.). An explicit focus is on the decision making of M.I.C.E. planners when deciding which destination to pick for events. The purpose of this paper is also to find which factors are dominant in creating value for the M.I.C.E. product in Reykjavík. Quantitative analysis was conducted among the M.I.C.E. planners who are in the contact database of Meet in Reykjavík (MIR). Different theoretical material was also used as well as results from studies that CBI and Cvent have conducted on M.I.C.E. tourism in Europe. The results point to the fact that both created factors of production and inherited factors concerning a destination´s attractiveness take part of adding value to M.I.C.E. tourism. The created factors of production concerning accommodation and venues seem to be of greater importance than other factors in adding value. For a destination to gain a competetive advantage it needs to distinguish itself from other destinations. One of the conclusions deducted from the analysis is that the inherited factors of attraction rather than the created factors of producion add extra value to M.I.C.E. tourism in Reykjavík and help the city to gain a competitive advantage. These factors are the nature and the uniqueness of the city and its surroundings.

Samþykkt: 
  • 27.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Karlsdóttir-Mastersverkefni.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf249.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF