is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20702

Titill: 
  • Makaval eða örlög? : geta uppeldishættir tengst makavali einstaklinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Makaval og uppeldishættir eru tvö svið sem hafa hlotið mikla athygli fræðimanna en alltaf hvort í sínu lagi. Makaval einstaklings má skilgreina sem það mynstur sem myndast í ferlinu að velja maka og hafa margir hlutar þess mynsturs verið rannsakaðir. Sérstaklega eftir að jákvæða sálfræðin leit dagsins ljós. Uppeldishættir eiga sér lengri sögu innan vísindanna en með mismunandi áherslum eftir stað og stund. Uppeldishættir eru skilgreindir sem mynstur þeirra aðferða sem foreldrar nota við uppeldi barna sinna. Baumrind flokkaði aðferðirnar í fjóra mismunandi uppeldishætti og hefur sú flokkun verið allsráðandi í rannsóknum síðustu áratugi. Þessi ritgerð skoðar tengingu makavals við uppeldishætti vegna þeirra áhrifa sem þeir geta haft á samskipti og félagsfærni einstaklinga út allt lífið. Tilgátan er að hegðun í samskiptum hafi áhrif á makaval og hvernig fólki vegnar í sambandinu. Til þess að skoða hvort tilgátan standist er stuðst við nýjar og nýlegar heimildir af fyrrgreindum sviðum. Vísbendingar fundust fyrir óljósum tengslum sem þurfa á nánari athugun að halda. Það sem stendur uppúr er að þeir sem fá sambærilegt uppeldi eru líklegir til þess að dragast saman. Mögulega geta einhverjir uppeldishættir stuðlað að valdaleysi í makavali barnanna, bæði með takmörkuðu framboði eða að valið er í höndum annarra. Ef hægt væri að varpa skýrari ljósi á þessi tengsl myndi það geta veitt foreldrum og fræðimönnum dýpri skilning á umfangi áhrifa uppeldis.

Samþykkt: 
  • 23.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_RDB.pdf367.91 kBOpinnPDFSkoða/Opna