is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20703

Titill: 
  • Aðgengi frjálsra félagasamtaka að þingum og ríkisstjórnum: Málafærsla gagnvart hinu opinbera á Íslandi og í Skotlandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frjáls félagasamtök eru ákaflega fjölbreytileg að gerð og hugsjón, en eiga það sameiginlegt að berjast fyrir og veita ákveðnum málstað liðsinni sitt. Oft hafa þau unnið frumkvöðlastarf í samfélaginu til að mæta þörf hjá borgurum. Í þessari ritgerð notar höfundur orðið málafærslustarf til þess að fjalla um hina ýmsu hagsmuna-, hugsjóna- eða mannréttindabaráttu sem háð er af hálfu frjálsra félagasamtaka. Fjallað er um stöðu þeirra í alþjóðakerfinu og innan ríkja sem grundvöllur fyrir umfjöllun um hinar ýmsu leiðir sem hægt er að nýta til að hafa áhrif á hið opinbera. Löndin sem skoðuð eru í þessu samhengi eru Ísland og Skotland. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum: Hvert er aðgengi frjálsra félagasamtaka að þingum og ríkisstjórnum á Íslandi og í Skotlandi? Hvernig vinna frjáls félagasamtök málafærslustarf sitt á Íslandi og í Skotlandi gagnvart þingum og ríkisstjórnum? Þriðji geirinn á Íslandi og í Skotlandi er skoðaður áður en byrjað er að greina málafærsluaðferðir. Málafærsluaðferðirnar eru greindar út frá kenningum og út frá hagnýtu gildi þeirra. Leitast var við að skýra frá því hvers vegna fulltrúar félagasamtaka ættu að tileinka sér ákveðnar málafærsluaðferðir.

Samþykkt: 
  • 23.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrin_Jonsdottir.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna