is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20704

Titill: 
  • Upplýsingaréttur aðila máls hjá eftirlitsstofnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin skiptist efnislega upp í fjóra hluta. Í fyrsta hluta verður fjallað almennt um upplýsingarétt aðila. Í öðrum hluta hennar verður fjallað almennt um eftirlitsstofnanir og hugsanlega sérstöðu með tilliti til upplýsingaréttar aðila í málum sem þessar stofnanir fjalla um og einnig verður fjallað um aðila máls hjá eftirlitsstofnun. Í þeim hluta verður jafnframt fjallað um upphaf máls, hvernig eftirlitsstofnun ber að haga skráningu mála, tilkynningu til aðila og skráningu munnlegra upplýsinga. Í þriðja hluta verður fjallað um þá hagsmuni sem samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga og sérlaga geta leitt til þess að aðili máls fái ekki aðgang að gögnum þess. Í þessum hluta verður að auki fjallað um heimild til að takmarka aðgang aðila að gögnum um þann sem kom með ábendingar eða tilkynningar um atvik sem leiða til rannsóknar. Þá verður fjallað um möguleika eftirlitsstofnunar til að neita aðila máls um aðgang að gögnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna á meðan málið er til meðferðar hjá stofnuninni og einnig ef í gögnum máls eru upplýsingar sem aðrir hafa hagsmuni af að fari leynt gagnvart aðila máls í ljósi einkahagsmuna. Jafnframt verður fjallað um það þegar í gögnum máls eru upplýsingar um viðkvæma viðskiptahagsmuni og/eða samkeppnishagsmuni svo sem þegar samkeppnisaðili fær stöðu aðila máls. Að lokum verður í þriðja hluta fjallað sérstaklega um mál sem getur lokið með stjórnsýsluviðurlögum. Í fjórða og síðasta hluta ritgerðarinnar verður fjallað um meðferð máls þegar aðili máls óskar eftir aðgangi að gögnum, hvaða kæruheimild hann hefur og hvert ber að beina kæru ef kæruheimild er til staðar. Einnig verður fjallað um afleiðingar þess að upplýsingaréttur aðila er brotinn.

Athugasemdir: 
  • Óheimilt er að prenta ritgerðina eða afrita
Samþykkt: 
  • 23.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurdur_Kari_Tryggvason.pdf257.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna