is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20710

Titill: 
 • Upphaf og þróun lyfjakeðja á Íslandi eftir að ný lagaákvæði um opnun lyfjabúða tóku gildi árið 1996
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er að skoða þróun á rekstri apóteka á
  íslenskum lyfjamarkaði á árunum 1996 til 2007. Árið 1996 markaði tímamót í
  rekstri lyfjabúða þar sem lyfjalöggjöfin var gefin frjáls það ár. Fjallað er um
  þróun lyfjabúða og upphaf lyfjakeðja á Íslandi frá breytingu laganna. Þá er
  lögð sérstök áhersla á þróun og sögu lyfjakeðjanna Lyf & heilsu og Lyfju sem
  hafa mesta markaðshlutdeild á íslenska lyfjamarkaðnum í dag.
  Tilgangurinn er að fræðast um þróun og sögu lyfjakeðja á Íslandi, þjónustu og
  vöruúrval síðustu ára. Einnig er sýnt fram á tengingu þróunar og sögu við
  söluhlutfall vöruflokka hjá Lyfjum & heilsu. Auk þess verður sýnt fram á
  tengingu við 80/20 regluna og hvernig hægt er að yfirfæra hana í umhverfi
  lyfjaverslana. Ætlunin er að sjá á hvern hátt rekstur apóteka fellur undir Pareto
  lögmálið og fræðast um hvernig hún tengist íslenska lyfjaverslunarmarkaðnum.
  Helstu niðurstöður eru þær að glöggt má sjá breytingu á lyfjamarkaðnum eftir
  að löggjöfin var gefin frjáls. Stórhuga menn mynduðu lyfjakeðjur sem og urðu
  valdir að miklu fjaðrafoki á Íslandi. Reksturinn fór úr því að vera lögbundið
  einokunarfyrirkomulag yfir í fákeppni. Niðurstöður benda jafnframt til þess að
  tenging er milli söluhlutfalls vöruflokka hjá Lyfjum & heilsu og 80/20 reglunnar.

Samþykkt: 
 • 25.3.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjordis_Oskarsdottir.pdf536.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna