is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20717

Titill: 
 • Er æskilegt fyrir Prentagram að herja á Bandaríkjamarkað?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um aðgöngumöguleika Prentagram á ljósmyndamarkaðinn í Bandaríkjunum. Prentagram hefur verið til í rúmlega ár og starfað eingöngu hérlendis og er stefna þess að herja á nýjan markað. Gerð var markhópagreining á Íslandi og
  tekið var tillit til notkunar fólks á forritinu Instagram sem og snjallsímum en þá var tekið mið af Bandaríkjamönnum. Lagður var fyrir spurningalisti á netinu til að geta greint hver markhópur Prentagrams er og var úrtakið í heildina 326 þátttakendur.
  Spurningarnar snéru að hvort þátttakendur búi yfir stafrænum ljósmyndum, vitneskju þeirra um Prentagram og hversu líklegt eða ólíklegt þeir muni versla við fyrirtækið.
  Niðurstöðurnar sýndu að markhópur Prentagrams eru að stærstum hluta konur á aldrinum 21-40 ára. Notkun á forritinu Instagram eykst en mínútufjöldinn sem Bandríkjamenn eyddu í febrúar á árinu 2013 var átta milljarðar mínútna en 0.4 milljarðar mínútna á sama tíma árið áður. Snjallsímanotkun Bandaríkjamanna er einnig að aukast milli ára sem dæmi þá versluðu árið 2012 63% þeirra sem eiga snjallsíma einu sinni eða oftar í mánuði með símanum.
  Niðurstöður verkefnisins sýna að fýsileiki er til staðar fyrir fyrirtækið að leggja í víking og hefja störf á Bandaríkjamarkaði.

Samþykkt: 
 • 26.3.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prentagram - Lokaskjal.pdf638.57 kBLokaður til...30.12.2030TitilsíðaPDF