is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20720

Titill: 
  • Matvælaeftirlit og áhrif þess á samkeppnisstöðu fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarverkefnisins var að kanna opinbert eftirlit með matvælafyrirtækjum á Íslandi og hvort umfang og kostnaður við að uppfylla kröfur opinberra eftirlitsaðila hefur áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra matvælafyrirtækja í frumframleiðslu. Skoðuð er saga matvælaeftirlits, alþjóðlegar samþykktir og samvinna. Hvernig breytingar á sviði samskiptatækni og flutninga hafa aukið viðskipti með fersk matvæli milli landa. Hvernig aukin viðskipti milli landa hafa orðið til þess að almenningur gerir auknar kröfur til upplýsinga um uppruna og öryggi matvæla. Skoðað er hvað er áhættumiðað innra eftirlit, HACCP og afhverju hefur sú aðferð orðið viðurkenndasta og útbreiddasta aðferð í heiminum við að tryggja öryggi og hollustuhætti í matvælavinnslu. Sem aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið bar Íslandi að innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins og með samþykki laga nr. 143/2009 var endurskoðuð matvælalöggjöf Evrópusambandsins samþykkt hér á landi með reglugerð nr. 102/2010. Matvælastofnun ber hitann og þungan af matvælaeftirliti á Íslandi en Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna koma einnig að málaflokknum. Skoðunarhandbók Matvælastofnunar skýrir hvernig fyrirtæki í frumframleiðslu eru flokkuð og hvernig umfang matvælaeftirlits fer eftir ýmsum áhættuþáttum í framleiðslunni. Með það að markmiði að greina umfang matvæla eftirlits hjá íslenskum fyrirtækjum í frumframleiðslu var könnun send til 112 fyrirtækja. Niðurstöður úr svörum sem bárust fá 49 fyrirtækjum er engin munur eftir stærð fyrirtækja þegar kemur að tímafjölda sem starfsmenn fyrirtækjanna inna af hendi við að framfylgja kröfum um innra eftirlit, áhættugreiningu og utanumhald og skráningu á gæðakerfum. Lítil fyrirtæki með fáa starfsmenn og litla framleiðslu verja jafnmörgum klukkustundum í gæðaeftirlit og stór fyrirtæki með mikla framleiðslu. Samkvæmt könnuninni þurfa lítil og meðalstór fyrirtæki fremur að kaupa utanaðkomandi sérfræðiþjónustu til að setja upp gæðakerfið og viðhalda því. Óhjákvæmileg leggur þessi fasti kostnaður hlutfallslega meiri byrði á lítil fyrirtæki heldur en stór fyrirtæki. Þar að leiðandi getur reynst erfitt fyrir lítil fyrirtæki að komast inná markað þar sem stærðarhagkvæmni skiptir miklu máli.

Samþykkt: 
  • 26.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S.c ritgerð Matvælaeftirlit 12.12.2014.pdf1,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna