is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20723

Titill: 
  • Afstaða íslenskra millistjórnenda til mikilvægis hvatningarþátta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvatning er eitt af mest rannsökuðu hugtökum mannauðsstjórnunar og einnig eitt þeirra hugtaka sem er hvað erfiðast að skilja. Oft á tíðum vefst fyrir stjórnendum hvernig best sé að hvetja starfsfólk sitt áfram.
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvaða þætti hvatningar millistjórnendur telja mikilvægasta og hvort munur sé á afstöðu stjórnenda til hvatningar eftir menntun, aldri, kyni eða menntun undirmanna. Til að ákvarða hvaða atriði hvatningar yrðu mæld var gerð forrannsókn, í henni voru tekin viðtöl við fjóra millistjórnendur í fjórum mismunandi fyrirtækjum og þeir beðnir að segja hvaða þætti þeir teldu mikilvægasta varðandi hvatningu. Út frá þessum þáttum var búinn til spurningalisti sem lagður var fyrir stærra úrtak, stuðst var við hentugleikaúrtak í þessu verkefni. Rafrænn spurningalisti var lagður fyrir millistjórnendur í um þrjátíu fyrirtækjum og voru þátttakendur 91 talsins.
    Rannsóknarspurning verkefnisins var: Hvaða þætti telja millistjórnendur að séu mikilvægastir varðandi hvatningu? Þar að auki voru eftirfarandi undirspurningar settar fram: Er munur á afstöðu eftir kyni, aldri eða menntun stjórnenda? Er munur á afstöðu eftir menntunarstigi undirmanna? Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þrír mikilvægustu þættir hvatningar, að mati millistjórnenda, voru að hrósa starfsfólki þegar það stendur sig vel, að hafa góðan starfsanda í vinnunni og að hafa góða og þægilega vinnuaðstöðu. Þar auki voru niðurstöðurnar þær að ekki reyndist marktækur munur á afstöðu millistjórnenda til hvatningar eftir kyni, aldri, menntunarstigi undirmanna eða menntun millistjórnenda.

Samþykkt: 
  • 26.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_SigríðurÞóraJafetsdóttir.pdf628.35 kBLokaður til...17.12.2020HeildartextiPDF