Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20726
Í þessu verkefni var skoðað hvernig fjölmiðlar og almenningur eru að nálgast nýjar og fjölbreyttar leiðir til að dreifa og nálgast sjónvarpsefni. Skoðaðar voru breytingar á því hvernig neytendur nálgast sjónvarpsefni erlendis frá og stöðuna hér á landi. Farið var yfir hvaða leiðir eru í boði þegar kemur að því að nálgast sjónvarpsefni bæði hér á landi og erlendis. Tekin voru viðtöl við aðila hjá þremur helstu sjónvarpsstöðvunum sem og tveimur helstu símafyrirtækjunum til að fá betri mynd af því hvert íslenskur sjónvarpsamarkaður sé að stefna út frá breytingum í tækni. Einnig var gerð spurningarkönnun sem dreift var meðal almennings til að komast að því hvernig neytendur eru að nálgast sitt sjónvarpsefni.
Samanburður á þessum tveimur rannsóknum og því sem kom fram í meginmáli verkefnisins leiddi í ljós að fjölmiðlafyrirtæki og almenningur virðast vera að stefna í sömu átt. Sýndi könnunin að yngra fólk notfærir sér meira tæknina til að nálgast sjónvarpsefni og horfir ekki eins mikið á línulega dagskrá og þeir sem eldri eru. Samhliða því virðast fulltrúar fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja allir vera á því að línulegt áhorf sé og muni dragst saman að eitthverju leiti þar sem tæknin býður upp á sífellt betri leiðir fyrir notendur til að nálgast sjónvarpsefni eftir sýnum forsendum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B SC. Jón Karl Stefánsson (1).pdf | 806,67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |