is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20735

Titill: 
  • Árangur fjölskyldumiðaðrar atferlismeðferðar fyrir börn með offitu á líðan, lífsgæði og líkamsþyngdarstuðul
  • Titill er á ensku Effects of family-based behavioural treatment for childhood obesity on mental health, quality of life and body weight
Útdráttur: 
  • Inngangur: Börnum með offitu hefur fjölgað mjög á síðustu áratugum. Mikilvægt er að börn með offitu og fjölskyldur þeirra eigi kost á viðeigandi meðferð, þar sem hætta er á að þau þrói með sér ýmiskonar líkamlegan og sálrænan vanda sem getur haft áhrif á lífsgæði þeirra.
    Markmið rannsóknarinnar: Markmið rannsóknarinnar var að meta árangur af fjölskyldumiðaðri atferlismeðferð, sem þróuð hefur verið og fer fram í Heilsuskóla Barnaspítalans, út frá líðan, lífsgæðum og stöðluðum líkamsþyngdarstuðli.
    Aðferð: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 43 börnum með offitu á aldrinum 7-12 ára og öðru foreldri hvers barns. 31 þátttakandi lauk sex vikna meðferð. Eftirfylgd meðferðarinnar fór fram þremur, sex og 12 mánuðum eftir að sex vikna meðferð lauk. Meðferðin samanstóð af 18 hóp- og einstaklingstímum sem áttu sér stað þrisvar sinnum í viku á sex vikna tímabili. Hæð og þyngd var mæld hjá þátttakendum. Spurningalisti var lagður fyrir börnin sem meta átti lífsgæði þeirra einnig sem spurningalistar voru lagðir fyrir foreldra þeirra sem meta áttu líðan og lífsgæði barnanna. Allar mælingar voru gerðar fyrir og eftir að sex vikna meðferð lauk og í eftirfylgd.
    Niðurstöður: Staðlaður líkamsþyngdarstuðull barnanna lækkaði strax eftir meðferð (p <0,0001) og árangri var viðhaldið við eins árs eftirfylgd (p<0,0001). Hvorki mældist marktækur munur á líðan barnanna eftir að sex vikna meðferð lauk (p=0,26) né í eftirfylgd (p=0,44). Lífsgæði barnanna jukust við meðferð (p=0,009) en viðhéldust ekki við eins árs eftirfylgd (p=0,12). Taka ber fram að mælingar byggja á gögnum þátttakenda sem mættu í eftirfylgd meðferðarinnar hverju sinni.
    Ályktun: Sex vikna fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Heilsuskóla Barnaspítalans sýndi fram á árangur hvað varðar staðlaðan líkamsþyngdarstuðul og lífsgæði. Árangurinn viðhélst ári seinna hvað varðar staðlaðan líkamsþyngdarstuðul en ekki hvað varðar lífsgæðin. Meðferðin er mögulega vænlegt úrræði fyrir börn með offitu.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Over the past decades childhood obesity rates have tripled. Effective treatment is needed for children and their family because of the increased risk for health problems such as physical and psychological well-being as well as health-related quality of life (HRQL).
    Material and methods: The objective of this study was to examine potential benefits of family-based behavioural group treatment for obese children in Heilsuskóli at Reykjavík Children´s Hospital on BMI-SDS (standard deviation scores), well-being and HRQL.
    Treatment was provided to 43 obese children, aged 7-12 years and a participating parent. The treatment consisted of 18 group and individual sessions delivered three times a week over a six weeks period. The participants were followed for one, three, six months post treatment and a final follow up assessment was conducted one year post treatment. Measurements included height, weight, reports of psychological well-being and quality of life collected from children and parents. Measurements were assessed at baseline, at the end of treatment and during follow-up.
    Result: Among treatment completers (31 children) BMI-SDS decreased significantly during treatment (p<0.0001) and maintained decreased at 1-year of follow-up (p<0.0001). There were no significant differences in well-being during treatment (p=0.26) and was not observed at 1-year follow-up (p=0.44). HRQL improved during treatment (p=0.009) but was not maintained at 1-year of follow-up (p=0.44).
    Conclusion: The family-based behavioral group-treatment provided to obese children in Iceland produced promising results regarding changes in children´s weight status and in the short term health-related quality of life.

Samþykkt: 
  • 7.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20735


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndis.Kristjansdottir.MPH.60ects.1712792919.pdf680,1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna