is Íslenska en English

Skýrsla

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Rit LbhÍ >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20744

Titill: 
 • Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, winter production of greenhouse crops is totally dependent on supplementary lighting and has the potential to extend seasonal limits and replace imports during the winter months. Adequate guidelines for increasing yield are not yet in place for tomato production and need to be developed. The objective of this study was to test if interplanting, deleafing and pruning the clusters are affecting growth, yield and quality of tomatoes and to evaluate the profit margin.
  Two experiments with grafted tomatoes (Lycopersicon esculentum Mill. cv. Encore) were conducted, the first (A) from October to the middle of January and the second (B) from the middle of January to the middle of June 2014, in the experimental greenhouse of the Agricultural University of Iceland at Reykir. Tomatoes were grown in pumice in four replicates with 2,66 tops/m2 with two tops per plant under high pressure vapour sodium lamps (HPS, 240 W/m2) for a maximum of 18 hours light.
  The daytemperature was 21,5°C and the night tempera ture 18°C, CO 2 800 ppm. Tomatoes received standard nutrition through drip irrigation. In part A was the effect of pruning the clusters and deleafing tested and the profit margin calculated, in part B was the effect of interplanting and deleafing tested and the profit margin calculated.
  Pruning of the clusters had an effect on marketable yield, the harvest was 10 % less. The average fruit weight was higher with pruning the clusters, but the amount of harvested fruits was lower. More fruits were classified as first class fruits after pruning the clusters and too small fruits were decreased.
  Fruits from the treatment without interplanting were harvested about one week earlier and with longer growing period increased the yield (35 kg/m2) more than with interplanting (30 kg/m2), which was a significant difference. But, without interplanting could no fruits be harved during the time the old plants were moved out of the greenhouse and the new plants started to give the first harvest, which was about 8 weeks without harvest. However, with interplanting was no harvest break, but the first harvest was deleayed by one week compared with no interplanting. Therefore, was the additional harvest with interplanting about 7 weeks and gave about 14 kg/m2 when calculated with 2 kg/m2 per week. That means that the yield reached about 45 kg/m2 with interplanting compared to 35 kg/m2 without interplanting, which was statistically significant. The development of the yield over a longer time (2 years) would be 15 % more with „interplanting“ if assumed that the tomatoes would be harvested for six months before new plants would be planted.
  With interplanting and much deleafing increased the yield up to 10 % in addition: In part B was the yield with much deleafing more than 45 kg/m2, but was about 5 kg/m2 less with normal deleafing and statistically significant. The reason for the higher yield with much deleafing was an increased average fruit weight and more fruits in the 1st class. However, in part A was the yield 25 kg/m2 with both treatments. The average fruit weight was the same and also the number of harvested fruits in 1st and 2nd class.
  The reason for the contrasting results was due to earlier and longer (also during the first part of harvest) deleafing in part B. The difference in yield was visible after 8 weeks after the first treatment and continued the time the treatment lasted. The shorter deleafing in part A did not increase the yield. Most fruits were classified as 1st class fruits with much deleafing and the amount in the 2nd classs was smaller than with normal deleafing.
  Marketable yield was 85-86 % of total yield in part A and 91-94% in part B. In all treatments were eight fruits per cluster counted, except when clusters were pruned was about one fruit less was. Not pollinated fruits were few or about one fruits per two clusters. Nearly no unpolluninated fruit was counted when clusters were pruned (A) and less without interplanting than with interplanting (B). Without pruning clusters increased the yield by 10 % and the profit margin by 1.100 ISK/m2. When interplanting was done, increased the yield by 10 % (and by 15 % over a longer time) and the profit margin by 3.400 ISK/m2. When much deleafing was done instead of normal deleafing increased the yield by 10 % and the profit margin by 1.400 ISK/m2. A higher tariff did not change profit margin. Also, the position of the greenhouse (urban, rural) did not influence profit margin.
  Possible recommendations for saving costs other than lowering the electricity costs are discussed. From an economic viewpoint it is recommended not to prune grafted tomatoes, to use interplanting (when no diseases are in the greenhouse) and start soon to deleaf much and continue with it longer than until the first harvest to be able to increase yield and profit margin.

 • Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar vegna ræktunar á tómötum eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar. Markmiðin voru að prófa, hvort milliplöntun, afblöðun og grisjun hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði tómata og hvort það væri hagkvæmt.
  Gerðar voru tvær tilraunir með ágrædda tómata (Lycopersicon esculentum Mill. cv. Encore), sú fyrri (A) október 2013 til miðs janúar 2014 og sú síðari (B) frá miðjum janúar til miðs júní 2014, í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir í vikri í fjórum endurtekningum með 2,66 toppa/m2 með tvo toppa á plöntu undir topplýsingu frá háþrýstinatríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki í 18 klst. Daghiti var 21,5°C og nætur hiti 18°C, CO 2 800 ppm.Tómatarnir fengu næringu með dropavökvun.
  Í hluta A voru áhrif grisjunar og afblöðunar prófuð og framlegð reiknuð út, í hluta B voru áhrif milliplöntunar og afblöðunar prófuð og framlegð reiknuð út. Grisjun hafði áhrif á söluhæfa uppskeru, uppskerumagn var 10 % minna. Meðalþyngd aldina var eitthvað hærri með grisjun en fjöldi uppskorinna aldina var lægri. Fleiri aldin fara í fyrsta flokk eftir grisjun en þegar ekki var grisjað og lítil aldin voru fæst.
  Í upphafi uppskerutímabils byrjaði meðferð án milliplöntunar einni viku fyrr að gefa uppskeru og þegar leið á vaxtartímabilið jókst uppskera mun meira en með milliplöntun. Þannig fengust 35 kg/m2 án milliplöntunar en 30 kg/m2 með milliplöntun sem var tölfræðilega marktækur munur. En án milliplöntunar var engin uppskera frá því að gömlu plöntunar eru teknar út úr húsi og þar til nýju plönturnar gáfu fyrstu uppskeru, sem var um 8 vikur án uppskeru. Við milliplöntun var alltaf uppskorið en fyrstu uppskeru seinkað um eina viku borið saman við enga milliplöntun, því var aukauppskeran með milliplöntun í um 7 vikur og gefur um 14 kg/m2 ef reiknað er með 2 kg/m2 á viku. Það þýðir að uppskera var um 45 kg/m2 með milliplöntun borið saman við 35 kg/m2 án milliplöntunar sem er tölfræðilega marktækt. Þróun uppskeru yfir lengra tímabil (2 ár) væri 15 % meiri með „milli-plöntun“ ef gert er ráð fyrir að tómatar séu uppskornir í sex mánuði áður en gróðursett er aftur.
  Einnig var prófuð milliplöntun og mikill afblöðun og jókst þá uppskeran um allt að 10 % til viðbótar: Í hluta B var uppskeran við mikil afblöðun komin yfir 45 kg/m2 en var um 5 kg/m2 minna með hefðbundinni afblöðun, sem var marktækur munur. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við mikil afblöðun var aukin meðalþyngd og fleiri aldin í 1. flokki. En í hluta A var uppskeran 25 kg/m2 í báðum meðferðum. Meðalþyngd var hin sama og einnig fjöldi aldina í 1. og 2. flokki. Ástæðan fyrir andstæðum niðurstöðum var að fyrr var byrjað að afblaða og afblöðun stóð lengur og alveg fram yfir byrjun uppskeru í hluta B. Munurinn í uppskeru var sýnilegur um 8 vikum eftir fyrstu meðferð og hélst þann tíma sem meðferð stóð. En styttri afblöðun í hluta A jók uppskeru ekkert. Flest aldin fóru í 1. flokk við mikla afblöðun og hluti í 2. flokki tiltölulega lítill í samanburði við hefðbundna afblöðun.
  Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var 85-86 % í hluta A og 91-94% í hluta B. Í öllum meðferðum fengust átta aldin af klasa nema fyrir grisjun sem var um einu aldini færra. Ófrjóvguð aldin voru fá eða tæplega eitt aldin á hverja tvo klasa. Nánast engin ófrjóvguð aldin voru við grisjun (A) og heldur færri við enga milliplöntun en með milliplöntun (B).
  Þegar klasarnir eru ekki grisjaðir, þá jókst uppskera um 10 % og framlegð um 1.100 ISK/m2. Þegar milliplöntun var notuð, þá jókst uppskera um 10 % (og um 15 % yfir lengri tíma) og framlegð um 3.400 ISK/m2. Ef afblöðun fer úr hefðbundinni í mikla jókst uppskera um 10 % og framlegðin um 1.400 ISK/m2. Hærri rafmagnsgjaldskrá breytir framlegð næstum ekkert. Það skiptir ekki máli hvort gróðurhús er staðsett í þéttbýli eða dreifbýli, framlegð er svipuð.
  Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að grisja ágrædda tómata ekki, nota milliplöntun (ef sjúkdómar eru ekki í gróðurhúsi) og byrja snemma að afblaða mikið og gera það fram yfir byrjun uppskeru til að auka uppskeru og framlegð.

Styrktaraðili: 
 • Samband garyrkjubænda
ISSN: 
 • 1670-5785
Samþykkt: 
 • 9.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rit_nr._55_tilbuid.pdf3.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna