is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33209

Titill: 
  • Milli steins og sleggju: Meðferðarúrræði fyrir konur með langvinna verki á meðgöngu
  • Titill er á ensku Between a rock and a hard place: Pain management for women with chronic pain during pregnancy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Langvinnir verkir eru algengt heilbrigðisvandamál sem hrjáir fólk víðs vegar um heiminn. Verkjalyf og viðbótarmeðferðir eru mikilvæg úrræði til að bæta lífsgæði og auka vellíðan einstaklinga. Oft á tíðum eru konur að glíma við langvinna verki á meðgöngu sem geta haft mikil áhrif á þeirra daglega líf og þurfa þær á verkjameðferð að halda til að auka vellíðan. Oft eru verkjalyf verðandi móður nauðsynleg, því gæti þurft að breyta og hagræða lyfjagjöf til að taka tillit til velferðar hennar og fósturs.
    Erfitt hefur verið að meta skaðsemi verkjalyfja á fóstur þar sem tilraunastarfsemi á meðgöngu er siðferðislega röng. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á dýrum en ekki er alltaf hægt að yfirfæra niðurstöður rannsókna á dýrum yfir á mannfólk. Það má því segja að þekking á skaðsemi verkjalyfja á fóstur sé ekki fyllilega þekkt og margt óvitað enn þann dag í dag. Það hafa þó verið gerðar ýmsar rannsóknir en áreiðanlegasta þekkingin sem við búum yfir í dag kemur frá því sem við lærum af klínískri reynslu. Mikið misræmi er í niðurstöðum rannsókna en hingað til hefur því til dæmis verið haldið fram að parasetamól sé öruggt lyf fyrir barnshafandi konur. Nýjar rannsóknir gefa hins vegar vísbendingar um að lyfið sé kannski ekki eins öruggt og áður var talið. Það sama má segja um önnur lyf á borð við Íbúfen og kódein. Einnig er takmarkað magn til af áreiðanlegum upplýsingum um notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu og því þörf á frekari klínískum rannsóknum.
    Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir góðri þekkingu um skaðsemi og gagnsemi verkjameðferðar, til að geta aðstoðað verðandi mæður við að taka ákvörðun um meðferð og upplýst þær um mögulegar aukaverkanir og afleiðingar þeirra. Sum verkjalyf eru talin örugg meðferðarleið fyrir barnshafandi konur en þó eru tímabil á meðgöngu þar sem fóstrið er viðkvæmara fyrir áhrifum lyfja. Því geta ákvarðanir varðandi verkjameðferð barnshafandi kvenna verið krefjandi.
    Gott er að hafa í huga að ýmsar viðbótarmeðferðir eru í boði fyrir barnshafandi konur og er þeim ráðlagt að reyna aðrar leiðir áður en leitað er til lyfja og þá ávallt í samráði við lækni. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig og taka ákvörðun með tilliti til ávinnings og áhættu í hvert skipti. Móðirin tekur ávallt lokaákvörðun og þarf að virða þá ákvörðun sem hún tekur. Mikilvægt er að konur ráðfæri sig við heilbrigðisstarfsfólk áður en þær nota lyf eða aðrar meðferðir á meðgöngu.
    Lykilorð: Verkjameðferð, meðganga, velferð fósturs, siðferði, verkjalyf og viðbótarmeðferðir.

  • Útdráttur er á ensku

    Chronic pain is a common health problem which affects a lot of people around the world. Pain management is important to improve the quality of life and increase the well being of many individuals. Many women have severe pain which can affect their daily life. Pain management can therefore be essential to enhance their well being. Pain medication can be a necessity to the expectant mother and therefore they often need to change their medication intake to think of their own welfare and the welfare of the fetus.
    It can be hard to evaluate and study the teratogenicity of pain medication because experimental work in pregnancy is morally wrong. Many studies have been conducted on animals but results from animal studies are not always applicable to humans. The knowledge of the teratogenicity of pain medication is not fully known and further studies on the topic is needed. Many studies have been done and the most reliable knowledge available is from previous experience. There is a lot of discrepancy in the studies that have been made, but to this day it has been suggested that paracetamol is a safe drug for pregnant women. However, new studies indicate that the medication may not be as save as previously thought. That includes other drugs, such as ibuprofen and codein. There is also limited information about complementary therapies during pregnancy and therefore further studies are needed.
    It’s very important that health professionals have good knowledge about the harmfulness and usefulness of various pain management in order to help expectant mothers to make a decision on medication and to inform them of the possible side effects and consequences of the medication. Some pain medication are considered a safe option for expecting mothers, although there are periods during the pregnancy where the fetus is more sensitive to the effects of the drugs. This is why pain management for expectant mothers can be challenging.
    Health professionals need to be able to suggest other complementary therapies that might benefit them. It is good to keep in mind that there are many other complementary treatments available for expectant mothers. It is advised to try other treatments before taking medication and always in consultation with a doctor. Each case needs to be evaluated individually and the benefit-risk-related decision taken in consultation with the mother. The mother is always the one that makes the decision and health professionals need to respect her decision. It is important that women consult a health professional before using any medication or other treatments during pregnancy.
    Key words: Pain management, pregnancy, fetal welfare, ethics, pain medication and complementary therapy.

Samþykkt: 
  • 24.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni .pdf681.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf431.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF