is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35653

Titill: 
  • Skiptir dagþjálfun máli fyrir aðstandendur? Reynsla aðstandenda af sérhæfðri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun. Fræðileg samantekt á eigindlegum rannsóknum
  • Titill er á ensku Do adult day centers matter to family caregivers? Family caregivers’ experience with specialized day care centers for people with dementia. Synthesis of qualitative studies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Á liðnum árum hefur þeim fjölgað sem greinst hafa með heilabilun og búa á heimilum sínum með aðstoð aðstandenda. Heilabilun er ein af helstu ástæðum fyrir skertri sjálfsbjargargetu og hefur því ekki aðeins áhrif á þá sem greinast heldur einnig aðstandendur þeirra sem bera hita og þunga umönnunar þeirra heima við. Bent hefur verið á að sérhæfð dagþjálfun sé mikilvægur þáttur í að styðja við aðstandendur og gera þeim kleift að halda umönnunarhlutverki sínu áfram og því vert að beina sjónum að þeim stuðningi.
    Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á eigindlegum rannsóknum.
    Tilgangur: Að skoða reynslu aðstandenda af sérhæfðri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun. Markmið verkefnisins var að auka þekkingu og skilning á því hvernig sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun styður við aðstæður aðstandenda og þannig hvetja til bættrar þjónustu.
    Aðferð: Leit fór fram í gagnagrunnum PubMed og Scopus. Notast var við PRISMA flæðirit til að lýsa heimildaleit. Sjö rannsóknargreinar fullnægðu inntökuskilyrðum.
    Niðurstöður: Að annast einstakling með heilabilun fól í sér mikla skuldbindingu og stóðu aðstandendur frammi fyrir ýmsum áskorunum daglega. Þeir lýstu mikilli þreytu og áhyggjum þar sem einstaklingurinn þurfti oft stöðugt eftirlit til að verða sér ekki að voða. Dagþjálfun veitti fjölskyldum stuðning í sínum áskorunum, gaf þeim tíma til að sinna eigin þörfum og fá hvíld frá ábyrgð umönnunar. Hún hafði einnig jákvæð áhrif á einstaklinga með heilabilun. Þeir voru í meiri rútínu, tóku þátt í ýmiss konar virkni og aðstandendur tjáðu að þeir væru oftar í betri skapi og rólegri eftir að hafa verið í dagþjálfun.
    Ályktun: Það getur reynst erfitt að vera aðstandandi einstaklings með heilabilun og haft í för með sér flóknar og erfiðar áskoranir í daglegu lífi. Dagþjálfun er mikilvægt stuðningsúrræði og skiptir framlag hjúkrunar í dagþjálfun einnig máli til að styðja við fjölskyldur og sporna við mögulegri kulnun aðstandenda í umönnunarhlutverki.
    Lykilorð: Heilabilun, dagþjálfun, fjölskylda, umönnunaraðilar, eigindlegar rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 25.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynsla aðstandenda af sérhæfðri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun.pdf699.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.jpg3.1 MBLokaðurYfirlýsingJPG