is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18489

Titill: 
  • Hefur bæn áhrif á heilbrigði? Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrr á öldum var bænin oft eina haldreipið sem fólk gat gripið í þegar það stóð frammi fyrir veikindum og aðgangur að læknum og læknisfæðileg þekking var takmörkuð. Enn þann dag í dag nota margir bænina sér til stuðnings í daglegu lífi og sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir erfiðleikum. En eru einhver áhrif af bæninni? Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hvað hefur verið rannsakað um áhrifamátt bænarinnar. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum; Hafa fyrirbænir áhrif á heilsu sjúklinga? Hefur bæn áhrif á þann sem biður? Stuðst var við nýlegar rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifamætti bænarinnar. Niðurstöður rannsókna á áhrifamætti fyrirbæna gefa til kynna að ekki er hægt að segja til um afgerandi áhrif bænarinnar á heilsu þeirra sem beðið er fyrir. Flestar þeirra sýndu fram á að fyrirbænir höfðu hvorki jákvæð eða neikvæð áhrif á þann sem beðið var fyrir. Þó voru nokkrar rannsóknir sem sýndu fram á jákvæð áhrif fyrirbæna á líðan og heilsufar fólks en fáar sýndu fram á að það hafði neikvæð heilsufarsleg áhrif að vera beðið fyrir.
    Rannsóknir sem gerðar voru til að kanna áhrif bænarinnar á líkamlega og andlega heilsu fólks sem biður fyrir sjálfu sér og öðrum gáfu til kynna að bænin gæti haft áhrif á þætti eins og t.d. betra heilsufar, betri andleg líðan, meðferðarheldni, minni reiði og betri svefn. Þær ályktanir sem draga má af þessari fræðilegu samantekt voru að bæn gæti verið gagnleg og virðist vera bjargráð í veikindum og andlegum erfiðleikum. Framlag þessa verkefnis var meðal annars að vekja athygli á áhrifamætti bæna og trúarþörfum sjúklinga.

    Lykilorð: Bæn, fyrirbæn, viðbótarmeðferðir, heilbrigði, andleg málefni, gildi hjúkrunar.

  • Útdráttur er á ensku

    In past centuries, prayer was often the only thing people had, when confronted with sickness. Access to doctors and other medical knowledge was limited. Still today a large group of people use prayer for daily support, especially when faced with difficulties. Therefore it can be said that prayer is still today, the most used aid in the world. But what effect has prayer? The object of the study was to explore what has been researched about the effects of prayer. We set out to answer these questions Has prayer an effect on those who pray? Has prayer effect on those who are prayed for? We explored the topic using the most recent articles and studies possible. Our theoretical summary concludes that intercessory prayers don't have an decisive effect. A majority of the studies showed that intercessory prayers had no measurable effect, neither positive or negative. Although in some cases, studies showed that intercessory prayer had a positive effect on peoples physical and mental health and a few studies showed negative effects. Studies that researched people praying for their own physical and mental health indicate that praying for yourself can have a positive effect on physical and mental health, anger, sleep and higher pain tolerance. Praying for yourself and others can be useful for physical and mental illness. Furthermore it empathizes the need for nurses to attend the patience' religious and spiritual needs.
    Keywords: Prayer, intercessory prayers, complementary medicine, health, spirituality, value of nursing

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð skemman skilaðinn.pdf378.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna