is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15243

Titill: 
  • Umhverfissálfræði: Áhrif trjáa og grass á almenningssvæðum á sálfræðilega endurheimt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að náttúran sé betur til þess fallin en þéttbýli að stuðla að sálfræðilegri endurheimt og þar með að bæta heilsu og líðan fólks. Færri rannsóknir hafa hinsvegar beint sjónum að áhrifum einstakra þátta í hinu efnislega umhverfi en niðurstöður rannsókna gefa til kynna að tré og gras skipta máli í þessu samhengi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif hlutfalls trjáa og grass á almenningssvæðum á líkur þess að upplifa þar endurheimt. Þátttakendum (N = 154) voru sýndar 49 tölvugerðar myndir af grænum almenningsvæðum þar sem hlutfalli trjáa og grass var kerfisbundið breytt og voru þeir beðnir um að meta myndirnar með tilliti til einnar af fjórum breytum; líkum á að upplifa endurheimt, fjarveru, hrifningu og dálæti. Niðurstöðurnar sýndu að aukið hlutfall trjáa og grass sýndi sterka jákvæða fylgni við líkur þess að upplifa endurheimt og að bæði fjarvera og hrifning miðluðu áhrifum umhverfis á líkur þess að upplifa endurheimt. Niðurstöðurnar gefa því vísbendingu um magn gróðurs á almenningssvæðum skipti máli til að þau þjóni heilsu og velferð fólks með sem virkustum hætti.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sylvía Guðmundsdóttir Bs verkefni í sálfræði 2013.pdf508.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna