is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21619

Titill: 
  • Væntingar barnshafandi kvenna til fæðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að fæða barn er einn stærsti lífsviðburður sem hver kona upplifir á ævi sinni og minning sem aldrei gleymist. Fæðingin hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu konunnar og hvernig hún lítur á sjálfa sig. Margt getur haft áhrif á ánægju með fæðinguna, eins og að fá væntingum sínum fullnægt en væntingar móta reynslu og álit kvenna á fæðingunni. Væntingar kvenna til fæðinga eru mismunandi og margt sem hefur áhrif á þær. Tilgangur verkefnisins var að finna út hvaða væntingar konur hafa til fæðingar ásamt því að skoða hversu mikilvægar væntingar kvenna eru og hve mikil áhrif þær hafa á fæðingarreynsluna.
    Rannsóknin var eigindleg og stuðst var við rýnihópaaðferð þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 11 konur í þremur hópum. Þátttakendum var safnað með svokölluðu snjóboltaúrtaki þar sem rannsóknin var auglýst á lokuðum spjallþráðum á netinu fyrir barnshafandi konur. Þær sem höfðu áhuga á að taka þátt í rannsókninni sendu okkur tölvupóst og fengu þær þá sent kynningarbréf um rannsóknina. Konurnar voru á aldrinum 23-36 ára og voru gengnar 16-32 vikur. Níu konur gengu með sitt fyrsta barn en tvær höfðu átt börn áður.
    Niðurstöðurnar voru að konur vilja hafa stjórn og vera þátttakendur í fæðingunni. Einnig bera þær mikið traust til maka og ljósmóður. Flestar voru sammála um að fara inn í fæðinguna með opnum hug og taka því sem kæmi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar um væntingar kvenna til fæðingar.
    Mikilvægt er fyrir ljósmæður sem annast konur í fæðingu að stuðla að því að væntingar kvenna séu uppfylltar eins og kostur er svo fæðingarreynslan verði góð og konur sáttar við þessa lífsreynslu.
    Lykilhugtök: barneignir, væntingar, stuðningur, ljósmóðir, ánægja og sjálfsöryggi.

Samþykkt: 
  • 26.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_una_asdis_final.pdf865.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsin_UnaÁsdís.pdf453.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF