Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20750
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er einn umfangsmesti alþjóðasamningur sem Ísland hefur gerst aðili að og hefur mikil áhrif á stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Aðilar að EES samningnum eru Evrópusambandið (hér eftir nefnt ESB) og EFTA ríkin, sem í dag samanstanda af Noregi, Íslandi og Liechtenstein. EES samningnum er ætlað að stofna til alþjóðlegs efnahagssvæðis þar sem fjórfrelsi ríkir sem tryggir frjálsa för vinnuafls, frjálsan flutning fjármagns, frjáls vöruviðskipti og frjálsa þjónustustarfsemi. Samningurinn kveður einnig á um samvinnu EES-ríkjanna á ýmsum sviðum. Til þess að ná markmiðum EES samningsins þarf að samrýma reglur aðildarríkjanna til að stuðla að einsleitninni sem að er stefnt. Ekki er þó nóg að sömu reglur gildi milli allra aðila samningsins heldur verða reglurnar að vera túlkaðar sambærilega.
Í þessari ritgerð verður leitast við að skoða hversu langt skylda aðildarríkjanna til að skýra reglur landsréttar til samræmis við ólögfestar reglur EES nær. Hér verður því fjallað um meginregluna um samræmda EES túlkun og dómar Evrópudómstólsins og EFTA dómstólsins skoðaðir því til skýringar, einnig verður litið til sambærilegrar skýringarreglu að landsrétti og dómar Hæstaréttar skoðaðir í því samhengi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigridur_Skafadottir_lokaskil.pdf | 495.06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |