is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20760

Titill: 
 • Úrræði borgara þegar skipulagsákvarðanir takmarka eignarrétt þeirra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif skipulagsbreytinga á eignarrétt almennings. Sérstök áhersla er lögð á áhrif deiliskipulagsbreytinga þar sem það gengur hvað næst eignarrétti borgara. Þau eignaréttindi sem helst verða fyrir skerðingum eru hagnýtingar- og ráðstöfunarréttindi eigenda yfir fasteignum sínum.
  Byrjað er á því að fjalla um eignarrétt og þær takmarkanir sem honum eru settar. Takmarkanir geta bæði verið samnings- og lögbundnar. Takmarkanir á eignarétt vegna skipulagsáætlana og breytinga á þeim eiga sér heimild í Skipulagslögum nr. 123/2010 og eru því lögbundnar. Takmörkunum er einnig skipt í almennar takmarkanir og sérstakar. Megineinkenni þeirra fyrrnefndu er að þær koma jafnt niður á öllum og eru í þágu samfélagsins.
  Því næst er fjallað um skipulagsáætlanir og hvernig nauðsyn á góðu skipulagi hefur aukist eftir því sem þéttbýli hafa vaxið. Einnig er fjallað stuttlega um landsskipulagsstefnu íslenskra stjórnvalda auk þeirra leyfisveitinga sem sett geta hömlur á eignarrétt fasteignareigenda.
  Það er skoðað hvaða áhrif skipulagsbreytingar geta haft á almenning og farið yfir dóma því til útskýringar. Þau áhrif sem breytingar hafa í för með sér eru margvíslegar en oftast eru það fjárhagslegir hagsmunir sem eru kveikjan að óánægju almennings. Þá er í framhaldi hægt að nýta mismunandi úrræði til að fá ákvörðun um breytingu hnekkt. Það er fjallað um hverjir geti átt aðild að skipulagsmálum innan stjórnsýslunnar, hjá Umboðsmanni Alþingis og fyrir dómstólum. En þetta eru helstu úrræði almennings til að fá skipulagsákvörðunum hnekkt.

Samþykkt: 
 • 13.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-með-forsíðu.pdf232.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna