Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20765
Alveg síðan Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafa miklar umræður verið í þjóðfélaginu um gildi hans sem réttarskapandi milliríkjasamnings. Sérstaklega hefur mikið verið rætt og ritað um hvaða áhrif hann hefur á Ísland að landsrétti og hvort með aðild sinni hafi Ísland framselt of mikið vald til stofnana Evrópusambandsins (ESB). Þar sem stjórnskipan hérlendis byggist á tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar er forvitnilegt að kanna hvaða áhrif EES-samningurinn hefur á landsrétt Íslands og hvernig hann hefur mótað löggjöf landsins. Er t.d. til meginregla um skaðabótaskyldu ríkisins að EES-rétti sem grundvallast á EES-samningnum? Leitast verður við að svara þessari spurningu í ritgerðinni. Fjallað verður um Evrópska efnahagssvæðið og litið á sögu Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og hvernig EES-samningurinn varð til. Einnig verður fjallað um meginmál og markmið EES-samningsins. Stærsta umfjöllunarefnið verður síðan hvernig gerðir eru innleiddar í landsrétt, með áherslu á landsrétt Íslands, og hvaða áhrif það hefur að innleiðing reynist ófullnægjandi af einhverjum ástæðum, t.d. vegna rangrar innleiðingar eða að innleiðing ferst fyrir. Vel verður farið yfir skaðabótaábyrgð ríkisins og hvort hún sé orðin að meginreglu þegar ríki stendur ekki við skuldbindingar sínar um innleiðingu gerða samkvæmt EES-samningnum. Að lokum verða dómar skoðaðir, innlendir sem erlendir, ásamt álitum frá EFTA-dómstólnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anton Emil Ingimarsson - BA-ritgerð í lögfræði.pdf | 416.49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |