is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31716

Titill: 
  • Leiðsögumaðurinn sem túlkur í breskum ferðasögubókmenntum um Ísland á 19. öld
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hafa stórbættar samgöngur og ný tækni auðveldað fólki að ferðast heimshorna á milli. Þegar horft er til árdaga ferðamennsku, er augljóst að mikið var fyrir ferðalögum haft fyrr á tímum, með gríðarlegum undirbúningi og kostnaði þeirra sem höfðu ráð á. Í tilfelli breskra ferðamanna er ferðuðust til Íslands á 19. öld var í langflestum tilfellum um unga aðalsmenn að ræða og þurftu þeir á ferðum sínum um Ísland á leiðsögumönnum að halda, sem þekktu aðstæður í úfnu landinu. Þessir leiðsögumenn voru einnig túlkar þeirra og komu því að samskiptum við heimamenn hvarvetna.
    Í þessari ritgerð er fjallað um hlutverk íslenskra leiðsögumanna sem túlka eins og því er lýst í breskum ferðabókmenntum 19. aldar um Ísland. Hér er farið í frumskoðun á úrvali breskra ferðabóka um Ísland. Hlutverk leiðsögumannanna sem túlka er skoðað, tungumálakunnátta þeirra greind og rýnt í hvaða dóm megi leggja á þá gerð túlkunar sem fram fór, en lítið hefur verið rannsakað hvaða vald leiðsögumenn raunverulega höfðu sem túlkar.
    Stuðst er við kenningar fræðimannsins Michaels Cronin um ósýnileika þýðandans eða þýðingar í ferðabókmenntum og skoðað verður hvort túlkurinn sé einnig ósýnilegur í þessum flokki bókmennta um Ísland. Kenning þessarar ritgerðar er að svo sé ekki og dregin ályktun um það hvernig túlkunin hafði áhrif á samskiptin og þá sýn sem ferðalangar höfðu á Ísland og Íslendinga, sem einnig endurspeglaði þeirra eigin sjálfsmynd og tíðaranda þess tíma.

  • Útdráttur er á ensku

    During recent decades, traveling between countries has become significantly easier through improvements in the travel industry and new technology. It is evident that tourism, in it’s heyday, required great efforts with preparations and significant costs undertaken by the few travellers who could afford such endeavours.
    British travellers who travelled to Iceland in the 19th century were mostly young noblemen, who required local guides during their travels with ample experience and knowledge of Iceland’s rough travel routes. These guides were also the travellers’ interpreters and took part in communicating with the locals.
    This paper analyses the role of Icelandic guides as interpreters in British travel literature of the 19th century on Iceland through empiric research of selections of travel books. The guides’ role as interpreters is examined by looking into their command of language and interpretation modes, but limited research has been done on the authority given to the guides through their role as an interpreter.
    Michael’s Cronin hypothesis on the invisibility of the translator and translations in travel literature is applied in the thesis to evaluate whether it also applies to the reality of interpreters in this particular genre. The conclusion of this thesis is that it is not the case, that the interpretations which took place, influenced the communications and the travellers’ views of Iceland and Icelanders, also reflected their own self-image and Zeitgeist of the late 19th century.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð i sniðmátiLOKA.pdf935.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf413.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF