is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20771

Titill: 
  • Rannsóknarregla stjórnsýsluréttar. Rannsókn stjórnvalds með hliðsjón af tilvikum er auknar kröfur eru gerðar til réttaröryggis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllun þessarar ritgerðar er að mestu einskorðuð við eina mikilvægustu málsmeðferðarreglu stjórnvalda þ.e. þá sem kölluð er „rannsóknarreglan“ og tilgang hennar. Sérstaklega verður leitast við að rannsaka hvort og þá hvenær auknar kröfur um réttaröryggi þeirra er stjórnvaldsákvörðun beinist að, verða til þess að kröfur um rannsókn stjórnvalds á málavöxtum aukast sömuleiðis. Í tilraun til að varpa ljósi á þetta verður notast við álit umboðsmanns Alþingis og hæstaréttardóma. Einnig verður litið til einstaka úrskurðar stjórnvalds til upplýsingar þó ekki megi draga sterkar ályktanir af óstaðfestri framkvæmd stjórnvalda.
    Ef komist verður að þeirri niðurstöðu að áhersla á rannsóknarreglu verði meiri eftir því sem mikilvægi réttaröryggis eykst verður sjónum beint að því hver þau tilvik séu. Mögulegt er að finna megi fleiri tilvik sem fjalla mætti um í þessu samhengi. Samantektin er þó í styttra lagi og því verður gerð tilraun til að gera góða grein fyrir þeim umfjöllunarefnum sem hér eru fyrir hendi, frekar en að fara í innihaldslitla upptalningu fleiri efna. Eftirfarandi flokkar stjórnsýslumála eru meðal þeirra, þar sem skýrast fæst greint hvílíkar kröfur gerðar eru til rannsóknar í ákveðnum málum. Af þeim má sjá einna gleggst að rannsóknarregluna má kalla afstæða og henni má eða jafnvel á að beita strangar eða vægar í mismunandi málaflokkum.

Samþykkt: 
  • 14.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir.pdf384.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna