en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20773

Title: 
  • Title is in Icelandic Almennar takmarkanir eignarréttar í ljósi skipulagslöggjafar. Ferlið að baki samþykkt deiliskipulags og óverulegra breytinga á deiliskipulagi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir nefnd stjórnarskrá eða stjskr.) er eignarrétturinn lýstur friðhelgur, en hann hefur löngum verið ein af grunnstoðum mannlegs samfélags enda er hann með mikilvægustu mannréttindum sem einstaklingar og lögaðilar fá notið. Í ákvæðinu segir enn fremur að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji, ella þurfi til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Ljóst er því að stjórnarskrárákvæðið gerir ráð fyrir að eignarrétturinn kunni að vera skertur og hefur orðið „eignarnám“ verið notað yfir þær eignarskerðingar sem krefjast fullra bóta. Þrátt fyrir orðalag ákvæðisins hefur löggjafanum verið gefið talsvert svigrúm til að mæla fyrir um takmarkanir á eignarrétti sem eigendur verða að þola bótalaust. Eru þær takmarkanir jafnan nefndar almennar takmarkanir eignarréttar og setur 1. mgr. 72. gr. stjskr. ekki fram nein skilyrði fyrir slíkum takmörkunum. Þegar litið er til baka sést að löggjafinn hefur haft mest afskipti af fasteignum fremur en öðrum veraldlegum eignum og hefur umfang takmarkana á eignarráðum fasteignareigenda farið sívaxandi á undanförnum áratugum. Þessar takmarkanir birtast einkum á sviði skipulagslöggjafar, en samkvæmt 1. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 (hér eftir nefnd skipulagslög eða skpl.) er allt landið skipulagsskylt. Af því leiðir að allar framkvæmdir og bygging húsa sem hafa áhrif á umhverfið og ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Skipulagsáætlanir sveitarfélaga hafa þ.a.l. verulega þýðingu þegar kemur að ráðstöfunarrétti hins almenna fasteignareiganda, ekki síst varðandi mannvirki og hagnýtingu lands. Tegundir skipulagsáætlana eru þrjár samkvæmt skipulagslögum og nefnist ein þeirra deiliskipulag. Í 1. mgr. 37. gr. laganna segir að deiliskipulag sé skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reit innan sveitarfélags og er hún því líklega sú áætlun sem hefur beinust áhrif á fasteignareigendur. Í þessari ritgerð verður leitast við að skoða ferlið að baki samþykkt nýs deiliskipulags og breytinga á deiliskipulagi og hvernig það tengist eðli, inntaki og umfangi almennra takmarkana á eignarrétti. Einnig verður varpað ljósi á hvaða leiðir fasteignareigendur á viðkomandi svæði geta nýtt sér til að hafa áhrif á skipulagsmál í eigin sveitarfélagi, einkum með tilliti til grenndarkynninga.

Accepted: 
  • Apr 14, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20773


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð - Sigrún Björk Sigurðardóttir.pdf373.36 kBOpenHeildartextiPDFView/Open