is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20780

Titill: 
 • Samningar andstæðir lögum. Gildi samnings þegar hann er dæmdur ógildur með hliðsjón af lögum nr. 75/1998
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Auglýsingar í sjónvarpi og öðrum miðlum eru okkur vel kunnugar. Þær eru til þess gerðar að hafa áhrif á það sem við kaupum og eiga að vekja hjá okkur löngun í einhvern ákveðinn varning eða vöru. Þetta er hlutverk áfengisauglýsinga, eða heldur þeirra auglýsinga sem auglýsa léttöl. Þessar auglýsingar eru ekki alltaf nægilega skýrar, þær innihalda myndir og texta sem vísa til einhvers ákveðins vökva sem ætti að vera léttöl en það er ekki alltaf alveg skýrt. Stundum er ekki tekið fram í þeim að um léttöl sé að ræða, eða að smáaletrið sem inniheldur tilkynninguna um að verið er að auglýsa léttöld er svo smátt.
  Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þann vanda þegar aðilar komast framhjá fyrimælum laga með því að bæta nokkrum orðum við enda auglýsingarinnar. Einnig er markmiðið með þessari ritgerð að vekja lesandann til umhugsunar um efni sem hann skilur og hefur tekið eftir sjálfur. Margir hafa sennilega spurt sig hvers vegna þessar auglýsingar eru í umferð og einnig af hverju þær fá að vera það alveg óáreittar þrátt fyrir að mörgum finnist eitthvað athugavert við þær.
  Í þessari ritgerð verður farið almennt yfir það lagaumhverfi sem við búum við varðandi áfengisauglýsingar, skoða dómaframkvæmdina og hvernig þessum reglum hefur verið beitt. Helsta viðfangsefni ritgerðarinnar verður að kanna hver áhrif þess eru á samninga ef þeir eru taldir andstæðir lögum, með áherslu á þá samninga sem eru gerðir í kringum áfengisauglýsingar sem falla undir 20. gr. áfengislaganna.
  Þetta ætti því að verða ákveðin gagnrýni á þann veruleika sem við lifum við í dag með ákveðnu samningaréttarlegu sjónarhorni á áfengisauglýsingar. Aðallega verða skoðaðar auglýsingar með bjór en ekki sterkt áfengi því minna er af þeim auglýsingum.

Samþykkt: 
 • 14.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yngvi Sigurjónsson.pdf343.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Yngvi.pdf396.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF