is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20785

Titill: 
  • Skýring landsréttar til samræmis við ólögfestar og ranglega innleiddar EES-reglur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var leiddur í lög hér á landi hefur verið deilt um inntak og þýðingu hans. Ekki voru allir á eitt sáttir, sumir töldu að um óafturkræft framsal á lagasetningarvaldi væri að ræða, aðrir að merking samningsins væri lítil og enn aðrir að um yfirþjóðlegan milliríkjasamning í anda Evrópusambandsins væri að ræða. Þessi mismunandi túlkun hefur valdið því í framkvæmd að ákveðin óvissa er ríkjandi í samfélaginu varðandi túlkun og skýringu landsréttar til samræmis við EES-rétt. Sérstakt álitamál er varðandi hvernig eða hvort skýra beri landsrétt til samræmis við ólögfestan og ranglega innleiddann EES-rétt, og þá einnig hversu langt sé hægt að ganga í þeim efnum. Þetta skiptir miklu máli hér á landi þar sem íslensk yfirvöld virðast oft á tíðum vera heldur treg til þess að innleiða þær tilskipanir sem þeim ber að innleiða sbr. 7. gr. EES-samningsins. Leiðir þetta til þess að fólk verður af þeim réttindum og réttarvernd sem kveðið er á um í ólögfestu og ranglega innleiddu reglunum, eða nær skyldan til þess að skýra landsrétt til samræmis við EES-rétt að tryggja efnislegan rétt þegar svo ber undir? Skyldan til samræmdrar túlkunar EES-réttar byggist á einsleitnismarkmiði EES-réttar og trúnaðarreglunni, og verður því aðal áherslan lögð á að það tvennt. Fyrst verður farið stuttlega yfir sögu og efni EES-samningsins til þess að afmarka efni hans og tilgang. Reglur þjóðaréttar er varða túlkun alþjóðasamninga verða svo umfjöllunarefni kafla 2. Því næst í 3. kafla verður litið á meginregluna um einsleitni, hvernig henni er komið í framkvæmd og hvaða efnisinntak hún hefur. Í þeim kafla verður einnig fjallað um skýringarregluna. Trúnaðarreglunni verður síðan lýst í 4. kafla. Í 5. kafla verður farið stuttlega yfir þær takmarkanir sem einsleitnismarkmiðinu og samræmdri skýringu er sett, t.d. með tilliti til löggjafans og á endanum verður nýleg dómaframkvæmd skoðuð með hliðsjón af öllu því sem á undan kemur.

Samþykkt: 
  • 14.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skýring landsréttar til samræmis við ólögfestar og ranglega innleiddar EES-reglur.pdf294.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna