is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20792

Titill: 
  • Forgangsréttarákvæði í kjarasamningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kjarasamningar hafa um langa hríð leikið stórt hlutverk á íslenskum vinnumarkaði og gera enn. Samningar þessir eru afar þýðingarmiklir fyrir þjóðarhag og eiga launþegar, atvinnurekendur sem og hið opinbera afar mikið undir efni þessara samninga. Það má í raun segja að flestir sem starfa á íslenskum vinnumarkaði verði fyrir áhrifum kjarasamninga að einhverju leyti. Samningar þessir eru jafn misjafnir og þeir eru margir og geta þeir innihaldið ýmis ákvæði um annað en almenn kjör þeirra sem undir þá gangast. Forgangsréttarákvæði eru þar á meðal en ýmis form slíkra ákvæða hafa lengi tíðkast í kjarasamningum hér á landi. Með slíkum ákvæðum vilja stéttarfélög sem aðilar að þessari samningsgerð tryggja félagsmönnum sínum forgang að þeim störfum sem í boði eru hjá viðsemjendum þeirra, umfram þá sem ekki standa innan þessara stéttarfélaga.
    Ákvæði af þessu tagi hafa verið viðurkennd og fengið að vera óátalin í íslenskri réttarframkvæmd og mun viðfangsefni þessarar ritgerðar vera það að kanna hversu vel þessi ákvæði samræmast grundvallarreglum stjórnarskrár lýðveldisins um félagafrelsi ásamt 11.gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni og jafnframt hvort kjarasamningar sem innihalda slík ákvæði, ásamt ráðningarsamningum sem gerðir eru í skjóli þeirra, séu í samræmi við lög. Með þetta fyrir augum verður leitað á náðir fræðimanna auk þess sem innlend og erlend dómaframkvæmd verður skoðuð.

Samþykkt: 
  • 15.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Jón Steinar.pdf319.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna