is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20796

Titill: 
 • Um innleiðingu bókunar 35 í íslenskan rétt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður bókun 35 við EES-samninginn, er mælir fyrir um forgangsáhrif EES-réttar yfir reglur landsréttar, tekin til skoðunar. Verður sjónum þó aðallega beint að því hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í íslenskan rétt en ákvæði 3. gr. laga nr. 2/1993 (hér eftir eesl.) var lögfest til að fullnægja skuldbindingu þeirri sem í bókuninni felst.
  Í öðrum kafla verður stuttlega vikið að Evrópusambandinu, EES og eðli þessara tveggja þjóðréttarsamninga. Er það gert svo lesandi geri sér grein fyrir undirstöðuatriðum Evrópuréttar og meginefni ritgerðarinnar sé í samhengi sett.
  Í þriðja kafla verður gerð grein fyrir hugtökunum eineðli og tvíeðli, sem einnig er gert samhengis ritgerðarefnisins vegna.
  Í fjórða kafla verður vikið að bókun 35, afmörkun efnis í fjórða kafla, almennt um sjálfa bókunina og túlkunar EFTA-dómstólsins í málum þar sem á hana hefur reynt.
  Í fimmta kafla verður vikið að innleiðingu bókunar 35 í íslenskan rétt og rýnt í réttarregluna sem lögfestir bókunina, 3. gr. eesl. Athugasemdir varðandi 3. gr. í frumvarpi sem fylgdi lögum nr. 2/1993 verða einnig skoðaðar. Þá verður skýrsla nefndar sem samin var um lögleiðingu EES-gerða einnig tekin til skoðunar og í lokin vikið að dómaframkvæmd Hæstaréttar þar sem á 3. gr. eesl. og bókun 35 hefur reynt.
  Í sjötta kafla verður norskur réttur skoðaður til samanburðar við íslenskan rétt og þá hvernig Normenn hafa staðið að innleiðingu bókunar 35 í norskan rétt.
  Í sjöunda kafla verður síðan vikið að því hvort 3. gr. eesl. fullnægi skuldbindingunni sem í bókun 35 felst og skoðunum fræðimanna á því teflt fram.
  Í áttunda kafla verður svo vikið að því hvort unnt sé að ganga lengra að óbreyttri stjórnarskrá með innleiðingu bókunar 35. Skoðanir fræðimanna verða þar einnig hafðar að leiðarljósi.
  Í níunda kafla verða helstu niðurstöður kynntar.

Samþykkt: 
 • 15.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Guðmundsdóttir.pdf403.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna