is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Rit LbhÍ >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20806

Titill: 
 • VegVist - vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • Mars 2015
Útdráttur: 
 • Endurheimt staðargróðurs við vegi og við frágang á námum og öðrum svæðum sem raskað er við vegagerð stuðlar að því að fella mannvirkin betur að umhverfi sínu og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Til þess að endurheimt staðargróðurs verði markviss þurfa þeir aðilar er vinna að undirbúningi vegaframkvæmda og eftirliti með þeim, svo og jarðvinnuverktakar og þeirra starfsfólk, að hafa góðan aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum um þær aðferðir sem hægt er að nota.
  Verkefnið Vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum, eða VegVist, hófst árið 2014. Tilgangur þess er að stuðla að markvissri endurheimt staðargróðurs á svæðum sem raskað er við vegagerð. Aðdragandi verkefnisins var sá að verkefnisstjóri, Ása L. Aradóttir, hefur síðustu ár tekið þátt í rannsóknum Vegagerðarinnar um notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða. Í framhaldi af fundi þar sem niðurstöður þess verkefnis voru kynntar og ræddar með nokkrum starfsmönnum Vegagerðarinnar haustið 2013, var óskað eftir því að þróað yrði kennsluefni og námskeið um uppgræðslu námusvæða og vegfláa fyrir starfsfólk Vegagerðarinnar og verktaka. Hugmyndir um verkefnið voru síðan þróaðar áfram á fundum með nokkrum starfsmönnum Vegagerðarinnar. Verkefnið var styrkt af rannsóknafé Vegagerðarinnar árið 2014 og að mestu unnið af starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands en í góðri samvinnu við samstarfsaðila innan Vegagerðarinnar. Helstu markmið verkefnisins voru að: (a) taka saman yfirlit yfir stöðu þekkingar varðandi endurheimt náttúrulegs gróðurfars á svæðum sem raskað er í tengslum við vegagerð; (b) greina hvar helst vantar upp á þekkingu á viðkomandi sviði og gera tillögur um rannsóknir til að bæta þar úr; (c) útbúa aðgengilegt fræðsluefni um endurheimt staðargróðurs sem sniðið er að þörfum aðila er vinna við frágang framkvæmdasvæða og (d) þróa markviss námskeið um endurheimt staðargróðurs fyrir aðila er vinna að undirbúningi og eftirliti með vegaframkvæmdum, svo og jarðvinnuverktaka og þeirra starfsfólk. Árið 2014 var einkum unnið að verkþáttum (a) og (b) og eru helstu niðurstöður þeirrar vinnu kynntar í þessu riti. Auk þess komst vinna við verkþætti (c) og (d) vel á veg og verður unnið að þeim áfram á árinu 2015.
  Í þessu riti er tekið saman yfirlit yfir stöðu þekkingar varðandi endurheimt náttúrulegs gróðurfars í tengslum við rask vegna vegagerðar, er nýst geti sem fræðilegur grunnur að þróun leiðbeininga, viðmiða og kennsluefnis á þessu sviði. Ritið nýtist þeim er vilja kynna sér möguleika til að endurheimta staðargróður á svæðum sem verða fyrir raski í tengslum við vegagerð, með áherslu á að fella viðkomandi svæði að umhverfi sínu og draga úr viðhaldi.

Styrktaraðili: 
 • Vegagerð ríkisins
Birtist í: 
 • Rit LbhÍ nr. 59
ISSN: 
 • 1670-5785
ISBN: 
 • 978-9979-8-8136-0
Samþykkt: 
 • 17.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rit_LbhI_nr_59.pdf12.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna