en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2081

Title: 
  • Title is in Icelandic Framkvæmd fjárlaga. Fjárveitingavald & ábyrgð ráðherra & forstöðumanna
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjallað er um fjárheimildir sem samþykktar eru af Alþingi og ráðherrum og öðrum í stjórnsýslunni ber að fara eftir. Útgjöld stofnana og verkefna á vegum stjórnsýslunnar fara stundum fram úr heimildum en samkvæmt stjórnarskrá þarf Alþingi að samþykkja útgjöld áður en til þeirra er stofnað. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru borin saman við fjárheimildir og þar eru árin 1991 og 2006 sérstaklega skoðuð. Menntamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið eru einnig tekin sérstaklega fyrir þessi sömu ár. Forstöðumenn hafa sjaldan verið látnir axla ábyrgð á umframútgjöldum og ráðherrar aldrei. Tekin er fyrir sú umfjöllun sem var fyrir síðustu kosningar þegar ráðherrar skrifuðu undir samninga og gáfu út fyrirheit um þátttöku ríkis, fyrir um 14 milljarða króna. Með nýjum fjárreiðulögum, rammafjárlagagerð og stefnum um nýskipan og árangursstjórnun í ríkisrekstri hefur verið unnið að skilvirkari fjárhagsstefnu ríkissjóðs. Margt var jákvætt við þessar breytingar en halda verður áfram að vinna að raunhæfum verkefnakostnaði við rekstur stofnana og framkvæmd verkefna á vegum hins opinbera.

Accepted: 
  • Oct 20, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2081


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bjork_Gretarsdottir_fixed.pdf331.3 kBOpenHeildartextiPDFView/Open