is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20811

Titill: 
  • Gagnsæi íslenskra hlutafélaga. Hversu gagnsæ eru íslensk hlutafélög í samanburði við hlutafélög á alþjóðamörkuðum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Transparency International eru samtök sem beita sér fyrir auknu gagnsæi. Í baráttunni gegn spillingu hafa þau nýverið beint augum sínum að fyrirtækjum og spyrja þau nú sömu spurninga og þau hafa spurt opinbera geirann í rúm tuttugu ár, með því að gera rannsókn á gagnsæi hlutafélaga. Í þessarri ritgerð er aðferðafræði Transparency International beitt til að rannsaka gagnsæi skráðra íslenskra hlutafélaga og bera niðurstöðurnar saman við gagnsæi alþjóðlegra hlutafélaga. Fyrst verður reynt að útskýra alls kyns hugtök sem tengjast viðfangsefninu, t.d. rentusókn (e. rent seeking) og gagnsæi. Þrátt fyrir mikilvægi hugtaksins gagnsæi hafa fræðimenn ekki komið sér saman um einstaka merkingu gagnsæis. Ein merking gagnsæis er að það séu þær upplýsingar sem hægt er að finna í ársreikningum fyrirtækisins, fréttatilkynningum þess auk upplýsinga fjármálasérfræðinga.
    Við framkvæmd rannsóknarinnar var spurningalisti úr rannsókn Transparency International notaður. Til þess að svara spurningunum voru nýttar upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækjanna, heimasíðum þeirra og öðrum skjölum sem hægt var að finna. Þegar rannsókninni var lokið var fulltrúum fyrirtækjanna sendar niðurstöðurnar og þeim gefið tækifæri á að koma með athugasemdir við þær. 12 af 14 fyrirtækjum urðu við beiðninni og í einhverjum tilvikum var hægt að leiðrétta niðurstöðurnar. Heildarniðurstöður íslensku fyrirtækjanna voru að meðaltali 4,36 og fengu tíu af þeim 14 fyrirtækjum sem rannsökuð voru minna en 5 stig af 10 mögulegum.
    Næst voru niðurstöður íslensku fyrirtækjanna bornar saman við þau 124 alþjóðlegu hlutafélög sem Transparency International rannsakaði árið 2014. Í heildina komu íslensku fyrirtækin nokkuð betur út heldur en þau alþjóðlegu, en meðaltalið hjá þeim erlendu var aðeins 3,8. Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar miklar kröfur til íslensku hlutafélaganna hvað varðar gagnsæi, eru þau að standa sig nokkuð vel þegar verið er að bera þau saman við alþjóðlegu fyrirtækin. Að lokum er fyrirtækjunum bent á auðvelda leið til að auka gagnsæi með því að búa til skýrslu gegn spillingu (e. anti-corruption program).

Samþykkt: 
  • 20.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnsæi íslenskra hlutafélaga - Anna Kristína Lobers.pdf548.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna