is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20817

Titill: 
 • Titill er á ensku The expression of immune effectors upon cyclic stretch in the VA10 bronchial epithelial cell line
 • Ónæmisviðbrögð VA10 lungnaþekjufrumulínunnar við togálag
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sýnt hefur verið fram á að öndunarvélarmeðferð getur valdið skemmdum á lungnaþekju sjúklings vegna þrýstings- og togálags á lungun. Við eðlilega öndun þenst brjóstkassinn út og skapar neikvæðan þrýsting í lungum og loft flæðir inn um öndunarveginn. Þegar sjúklingur er í öndunarvél er hinsvegar lofti er dælt niður í lungun með jákvæðum þrýstingi. Þessi þrýstingur getur valdið þenslu á berkjungum og lungnablöðrum lungnanna og rofi í þekjunni. Þannig opnast leið fyrir örverur gegnum þekjuna í blóðrás, en einnig verður staðbundið og almennt bólguviðbragð með aukinni dánartíðni.
  Markmið okkar var að kanna áhrif togs á lungnaþekjufrumur, og athuga hvort hægt væri að styrkja náttúrulega ónæmisvarnir frumnanna undir togálagi.
  Notað var frumutoglíkan til þess að herma eftir áhrifum öndunarvélar á lungnaþekju. VA10 lungnaþekjufrumulínan var ræktuð í Flexcell® FX-5000TM. Tjáning á völdum genum og próteinum náttúrulega ónæmiskerfisins líkt og örverudrepandi peptíðið LL- 37 (CAMP), bólgumiðlunum IL-8 (CXCL8), IL-1β, IP-10 (CXCL10), TNFα, og viðtökunum TLR-3 og TLR-4 var mæld með qRT-PCR og Western blot greinningu. Aukning í IL-8 og IL-1β sýndu fram á aukið bólguviðbragð frumnanna. Tjáning á IP-10 og TLR-3 minnkaði með togálagi, sem bendir til mögulegrar minnkunar á viðbrögðum gagnvart veirusýkingum. Tjáning á pro-LL-37 (CAMP) í RNA og próteinmagni minnkaði við togálag sem bendir til minni varna frumnanna gegn örverum. Þessa minnkun var hægt að mótverka með því að örva frumurnar með D3-vítamíni (1,25D3) og 4-phenyl butyrate (PBA) fyrir tog.
  Sýnt var fram á að togálag sem líkir eftir áhrifum öndunarvélameðferðar á VA10 lungnaþekjufrumulínu veiklaði varnir lungnaþekjufrumna. Hægt var að draga úr þessum áhrifum með því að meðhöndla frumurnar með 1,25D3 og PBA. Þetta gæti mögulega haft klíníska þýðingu sem meðferðarúrræði til að draga úr aukaverkunum öndunarvélarmeðferðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Mechanical ventilation is known to cause injury to the lung epithelium due to the change in applied pressure. During normal breathing the thorax expands and air flows into the lungs via negative pressure, however during mechanical ventilation air is pumped via positive pressure causing dilation of the bronchioles and alveoli. This can create damage with increased the risk of infection which can lead to sepsis and death. We created a cyclic stretch model to mimick ventilator treatment. Our aim was to study the effect of stretch on lung epithelial cells and analyze if innate immune defenses could be enhanced. VA10 lung epithelial cells were placed in Flexcell® FX- 5000TM Tension System where the cells went through cyclic stretch. Gene and protein expression of innate immune markers, such as the antimicrobial peptide LL- 37 (CAMP), the chemokines IL-8 (CXCL8) and IP-10 (CXCL10), the cytokines IL-1β and TNFα, and toll like receptors (TLR-3 and TLR-4) was measured with qRT-PCR and Western blot analysis. A pro-inflammatory response was observed with the increase of IL-8 and IL-1β expression. The expression of IP-10 and TLR-3 was decreased indicating changes in viral responses. The mRNA and secreted protein of pro-LL-37 (CAMP) was decreased with stretch, however stimulating the cells with vitamin D3 (1,25D3) and PBA counteracted this decrease. To conclude, a cyclic stretch model was established, and a suppression of innate immune defenses was observed. The treatment of vitamin D3 (1,25D3) might be a possible treatment option for patients placed in mechanical ventilation.

Samþykkt: 
 • 21.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The expression of immune effectors upon cyclic stretch in the VA10 bronchial epithelial cell line.pdf4.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna