is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20820

Titill: 
  • Greiðslufallslíkön. Samanburður út frá íslenskum fyrirtækjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samanburður var gerður á nokkrum algengum greiðslufallslíkönum til þess að prófa gagnsemi þeirra við íslenskar aðstæður. Fyrir valinu varð Z-Score líkan Altmans, auk endurskoðaðra útgáfa líkansins, svokölluð Z’-Score og Z’’-Score líkön. Aðferðin byggir á nokkrum algengum fjárhagskennitölum úr reikningsskilum fyrirtækja og markaðsvirði þeirra. Auk þess var Merton líkanið prófað en það byggir á afar ólíkri aðferðarfræði. Markaðsvirði hlutafjár og sögulegt flökt hlutabréfaverðs eru þættir sem hafa áhrif á líkanið en það byggir að grunninum til á hinni frægu Black-Scholes aðferð sem notuð er við mat á kaupréttarsamningum. Ohlson líkanið var prófað en það byggir á Logit aðfallsgreiningu þar sem kennitölur, stærð fyrirtækja og gervibreytur eru óháðu breyturnar. Ohlson líkanið var einnig endurmetið út frá íslenskum gögnum. Að lokum var þróað nýtt líkan með Logit aðfallsgreiningu út frá íslenskum gögnum sem byggir á þremur kennitölum og einni gervibreytu. Gagnasafnið samanstóð af fjárhagsupplýsingum skráðra íslenskra fyrirtækja á tímabilinu 2002-2013.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að vel mátti greina hættumerki hjá þeim fyrirtækjum sem fóru í greiðslufall, allt að þremur árum áður. Nokkur munur var þó á aðferðunum en Z’’-Score líkan Altmans og Ohlson líkanið náðu bestum árangri í að spá fyrir um stöðu fyrirtækjanna í rannsókninni. Mikilvægt er þó að notandi kynni sér vel annmarka líkananna, ekki er ráðlegt að byggja eingöngu á niðurstöðum þeirra en þau geta veitt góða viðbót við aðrar greiningaraðferðir sem hagsmunaaðilar beita við mat á stöðu fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 24.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greidslufallslikon_SN.pdf6.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna