is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20821

Titill: 
  • Titill er á spænsku El bacalao de Islandia: El comercio, la exportación y sus implicaciones en la sociedad islandesa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjallað verður um hlutverk þorsksins í viðskiptasögu Íslands, með áherslu á saltfisksviðskipti Íslendinga og Spánverja fram að seinni heimsstyrjöld. Í fyrri hluta verkefnisins verður sýnt fram á hvernig kaþólska kirkjan veitti Íslendingum tækifæri til að sækja á Spánarmarkað með fiskafurðir sínar. Sagt verður frá uppruna orðsins bacalao sem varpar skýrara ljósi á hvaða þjóð kom fyrst með þennan verðmæta fisk á Evrópumarkað. Baskarnir sáu lengi vel Spáni fyrir fiski og verður farið yfir þeirra þátt í fiskveiðum og brotthvarfi þeirra frá miðum Nýfundnalands. Sýnt verður fram á hvernig einokunarverslunin á Íslandi, ásamt almennri andstöðu við nýjungar innan auðmannastéttar landsins, hefti þróun sjávarútvegs á Íslandi. Fundur Nýfundnalands árið 1497 hafði í för með sér að framboð á þorski jókst og nýjar aðferðir við verkun fisks komu fram, til að mynda Nýfundnalandsverkunin sem barst til Íslands með erlendum kaupmönnum. Skreið hafði verið helsta útflutningsvara Íslands um aldaraðir en hin nýja verkunaraðferð bjó til verðmætari útflutningsvöru sem veitti aðgang að erlendum mörkuðum og gerði það að verkum að sjávarútvegur byggðist upp sem atvinnugrein. Saltið sem notað var í saltfiskinn var að litlum hluta íslensk framleiðsla en farið verður yfir framleiðsluþætti salts á Íslandi fyrr á öldum og greint frá því hvenær innflutningur á salti til landsins hefst. Í seinni hluta verkefnisins verður greint frá samskiptum Íslendinga og Spánverja ásamt þætti Dana, en öll utanríkismál Íslendinga voru í höndum Danmerkur þangað til landið varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Sagt verður frá viðskiptaþvingunum Spánverja á Íslendinga vegna banns ríkisstjórnar Íslands við innflutningi á áfengi og hvaða hlutverki saltfiskur gegndi á Spáni meðan á borgarastyrjöldinni stóð. Seinni heimsstyrjöldin lokaði hefðbundnum mörkuðum í Suður-Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku sem leiddi til þess að saltfiskframleiðsla drógst saman og frystur fiskur sótti í sig veðrið sem varð síðar verðmætasta útflutningsvara Íslands.

Samþykkt: 
  • 24.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hi_kapa_nov14_final-3.pdf161.91 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
ágrip.pdf58.65 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna
titilsida.pdf51.32 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
bacalao.pdf327.6 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna