is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20825

Titill: 
  • Sjálfsmyndir Íslendinga og Finna. Áhrif sjálfsmyndanna á Evrópustefnu ríkjanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar Evrópusamruninn er skoðaður má sjá að sum ríki hafa verið viljugri að ganga í ESB heldur en aðrar. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki hafa viljað taka skrefið til fulls og ganga í ESB en er samt bundið af mestum hluta ESB-regluverksins gegnum EES-samninginn. Einu helstu ástæðuna fyrir þessum trega Íslendinga má finna í sjálfsmynd þjóðarinnar og því hvernig Íslendingar leggja áherslu á sjálfstæði þjóðarinnar í allri orðræðu þegar ESB ber á góma. Auk sjálfsmyndarinnar hefur leiðandi atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, leikið lykilhlutverk í Evrópustefnu stjórnvalda.
    Finnland hins vegar er eitt af þeim ríkjum, sem hefur ákveðið að taka skrefið til fulls og tekur þátt í ESB á öllum sviðum og er meðal annars eina norræna ríkið sem tekur þátt í Evru-samstarfinu. Sjálfsmynd Finna, leiðandi atvinnuvegur og öryggishagsmunir ríkisins fóru hönd í hönd þegar kom að ESB-aðild Finnlands. Athyglisvert er því að skoða þessar tvær norrænu þjóðir, bræðraþjóðir, og sjá hvers vegna nálgun þeirra er svo ólík.
    Sjálfmyndir þjóðanna virðast vera mjög ólíkar og þess vegna er það athyglisvert að rannsaka hvort þessar mismunandi sjálfsmyndir geti útskýrt þær mismunandi leiðir sem þessi tvö ríki hafa farið. Sjálfsmyndin er svo borin saman við tvær aðrar breytur. Annars vegar efnahagshagsmuni og hins vegar öryggishagsmuni og reynt að sjá að hve miklu leyti þær breytur hafa áhrif á Evrópustefnur ríkjanna.
    Þær kenningar sem stuðst er við, við þessa rannsókn eru mótunarhyggja og síðformhyggja, kenningar Christine Ingebritsen um leiðandi atvinnuveg og að lokum kenningin um nýfrjálslynda stofnanahyggju.
    When examening the European integration process one notices that some nations are more willing to take part in the process than others. Iceland is one of the nations that has decided to not take fully part in the process and not become a member of the EU eventhough Iceland is very much bound to the European regulations through the EEA-agreement. One of the main reasons for this reluctance on Iceland´s behalf is to be found in the national identity of the Icelandic people and how the main focus is always on the sovereignty of the nation in all EU discussions. The leading sector in the Icelandic economy, the fishing industry, has also played a critical part in the formation of the Icelandic view on European integration.
    Finland on the other hand has decided to fully take part in the process and takes part in most policies and is also the only nordic state to take part in the Euro-zone. Their national identity, economic interests and security of the state went hand in hand when it came to Finland´s EU membership. Therefore it is interesting to examen these two nordic states and try to find out why their aproach to the European integration process differs so much.
    Their national idendities seems to be very different from one another and thus it is of interest to examen whether national idendity can explain why they have chosen so different paths. The national identity is then compared with economic interests and security interest and examen of how much influence these variables have on the European policies of Iceland and Finland.
    The theoretical framework in this essay are constructivism and post-structuralism, Christine Ingebritsens´ theory of leading sectors and the theory of neoliberalism.

Samþykkt: 
  • 27.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðjón Ingi Guðmundsson-ny.pdf702,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna