is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20827

Titill: 
  • „… þar hef ég algjörlega frjálsar hendur.“ Um íslensk matarblogg og mismunandi efnistök matarbloggara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilkoma samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter breytti eðli bloggs. Margir þeirra sem notuðu blogg sem vettvang fyrir hugleiðingar um daginn og veginn fundu sér stað á hinum nýju miðlum. Á sama tíma óx þematengdum bloggum og svokölluðum lífsstílsbloggum fiskur um hrygg. Matarblogg er ein gerð þematengdra blogga. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda matarblogga, bæði hér heima og erlendis.
    Í þessari umfjöllun um íslensk matarblogg er þeim skipt í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn inniheldur blogg sem eru vettvangur fyrir persónulega tjáningu. Á þessum bloggum er oft langur inngangur að uppskriftunum og tengsl textans við þær ekki alltaf augljós. Í næsta flokki eru blogg þar sem uppskriftin er í forgrunni. Inngangstexti er gjarnan stuttur og nánast undantekningarlaust um uppskriftina sem fylgir, eða nátengdur henni. Bloggin í þriðja flokknum eru fremur uppskrifarvefir en eiginleg matarblogg, þar sem lítið ber á persónununni á bak við bloggið.
    Nítján íslensk matarblogg voru skoðuð og tekin viðtöl við þrjá matarbloggara. Hvatirnar sem liggja að baki bloggskrifunum endurspeglast í ólíkum efnistökum. Sumir finna þar vettvang til þess að tjá skoðanir sínar og opna sig fyrir öðrum, aðrir nota bloggið til samskipta og enn aðrir nota það til að komast til áhrifa.

Samþykkt: 
  • 27.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_LOKA_23042014.pdf722.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna