is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20834

Titill: 
  • Er nýgengi og notkun svefnlyfja breytilegt eftir landssvæðum, aldri og kyni?
  • Titill er á ensku Does use of hypnotics and sedatives vary by geographic regions, age and sex?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Svefn er virkt ástand heilans sem hefur það hlutverk að móta taugar, styrkja minni og tekur þátt í hita- og ónæmisstjórnun líkamans. Ætla má að svefnvandamál sé eitt algengasta heilsufarsvandamál Íslendinga í dag en svefnlyf eru mikið notuð hér á landi. Í samanburði við önnur Norðurlönd nota Íslendingar um það bil 2svar sinnum meira af svefnlyfjum.
    Markmið: Að rannsaka hvort þróun svefn- og róandi lyfja væri mismunandi eftir aldri, kyni og landssvæðum með nýgengi og algengi. Undirmarkmið voru að kanna hvaða svefn- og róandi lyf eru mest notuð í dag í nýgengi og algengi og hvort fjöldi lyfjaúttekta væri mismunandi eftir mánuðum og árstíðum.
    Aðferðir: Notast var við gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis sem ná yfir notkun þjóðarinnar á svefn- og róandi lyfjum á árunum 2003-2013. Einstaklingum var skipt niður eftir aldri, kyni og umdæmum.
    Niðurstöður: Notkun svefn- og róandi lyfja eykst með hækkandi aldri og nýgengi og algengi meðal kvenna er töluvert hærra en meðal karla. Þetta á við í öllum umdæmum og nánast öllum aldurshópum. Þróun svefn- og róandi lyfja á árunum 2003-2013 er svipuð eftir landshlutum. Flestar úttektir svefn- og róandi lyfja áttu sér stað yfir vetrartímann á þeim árum sem rannsóknin nær yfir.
    Ályktanir: Notkun svefn- og róandi lyfja meðal kvenna eykst mikið í kringum þann aldur sem tíðahvörf eiga sér stað sem er í samræmi við aðrar rannsóknir. Svefn- og róandi lyf sem ávísuð eru sjúklingum í fyrsta skipti hafa ekki breyst á árunum sem rannsóknin nær yfir. Zópiklón er mest notað af öllum lyfjunum og er því ljóst að z-lyf henta betur til meðhöndlunar svefnleysis heldur en benzódíazepín líkt og aðrar rannsóknir hafa gert grein fyrir. Mesti fjölbreytileikinn í lyfjavali virtist vera á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Suðurnesjum. Minnkaður birtutími á Íslandi á veturna getur leitt til aukinna lyfjaúttekta á svefn og róandi lyfjum.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Sleep is an active brain process that has, among other things, the role of developing nerves, strengthen the memory and participates in the heat- and immunity management of the body. Sleeping problems are probably one of the most common medical conditions among Icelanders today and hypnotics are frequently used in Iceland. The prevalance of hypnotics use in Iceland is about double the prevalance in the other Nordic countries.
    Aim: To investigate whether use of hypnotics and sedatives vary by age, sex and geographic regions. Specific objective were exploring which hypnotics and sedatives had the highest incident and prevalent use and whether number of prescriptions vary by season.
    Methods: The data used was provided by the Medicine Database from the Icelandic Directorate of Health covering national use of hypnotics and sedatives during the period 2003-2013. Subjects were divided by age, gender and regions.
    Conclusion: The use of hypnotics and sedatives among women increases a lot around that age when menopause usually occurs, which is consistent with other studies. The same first line medicine were used during the whole study period. Zopiclone was the most widely used hypnotic of the drugs in the study, which suggests the Z-drugs being better suited for the treatment of insomnia than benzodiazepines, which is in line with results from previous studies. The greatest diversity of drug choice seemed to be in the capital area, in the south west region Suðurnes and in the south of Iceland. Reduced daylight in Iceland during the winter can lead to increased drug prescriptions of hypnotics and sedatives.

Samþykkt: 
  • 28.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð tilbúin 2015.04.27.pdf9.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna