is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20835

Titill: 
 • Þróun og prófanir á rakakremi sem inniheldur úrdrátt úr burnirót (Rhodiola rosea L.)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Lengi hefur tíðkast að nota íslenska jurtaúrdrætti í smyrsli og krem. Vísbendingar eru um að burnirót geti gagnast við húðvandamálum eins og dökkum blettum á húð ásamt því að vernda hana gegn oxunarálagi. Eins bendir hefðbundin notkun hennar til þess að hún geti dregið úr bólgum í húð og slímhúð. Þörf er á þróun nýrra krema sem byggja upp raka í húðinni og hjálpa henni að viðhalda honum án þess að innihalda hefðbundin rotvarnarefni og önnur aukaefni sem geta haft neikvæð áhrif við langtímanotkun.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að þróa rakagefandi krem sem inniheldur úrdrátt úr burnirót. Kannaðir voru rakagefandi eiginleikar þess með húðrakamælinum Corneometer® CM 825.
  Aðferð: Þróun rakakremsins var unnin í samstarfi við fyrirtækið Sóley Organics. Gerðar voru tvær rannsóknir til að meta rakagefandi eiginleika kremsins. Önnur rannsóknin tók 3 klukkustundir og var hún gerð til að meta áhrif kremsins rétt eftir að það var borið á húðina. Hin stóð yfir í þrjár vikur og var hún gerð til að meta langtímaáhrif kremsins. Hydrófílkrem var notað til samanburðar ásamt viðmiðunarsvæði. Corneometer® CM 825 húðrakamælir var notaður til þess að meta rakabreytingar í húðinni.
  Niðurstöður: Kremið sem inniheldur 1% úrdrátt úr burnirót eykur rakamagn húðarinnar til skemmri tíma og hjálpaði henni að viðhalda raka til lengri tíma. Kremið hefur einnig meiri rakagefandi eiginleika en hýdrófíl rakakrem.
  Ályktanir: Í þessari rannsókn tókst að þróa krem sem inniheldur 1% alkóhól- vatns úrdrátt úr burnirót. Kremið hefur rakagefandi eiginleika bæði þegar það er borið saman við viðmiðunarsvæði og við hýdrófílkrem. Engar ályktanir er hægt að draga um áhrif burnirótarúrdráttarins á húð.

Samþykkt: 
 • 28.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun og prófanir á rakakremi sem inniheldur úrdrátt úr burnirót (Rhodiola rosea L.).pdf7.83 MBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF