is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20843

Titill: 
 • Umframnotkun róandi- og svefnlyfja á Íslandi á árunum 2003-2013
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Svefnröskun er algengt vandamál sem ágerist með aldri og getur varað í mörg ár. Í leiðbeiningum er ráðlagt að lyfjameðferð við svefnlesyi vari aðeins í skamman tíma, að hámarki fjórar vikur, og að notast skuli við lægsta mögulega skammt til þess að draga úr hættu á misnotkun og ávanabindingu. Sérlyfjaskrá mælir með að flest róandi lyf séu aðeins notuð í að hámarki 12 vikur. Sú lyfjameðferð sem í dag er mest notuð snýr aðallega að taugaboðefninu GABA en það hefur hindrandi áhrif á miðtaugakerfið. Rannsóknir hafa sýnt að þegar litið er til Norðurlandanna er heildarnotkun róandi- og svefnlyfja í ATC flokkunum N05CD og N05CF langmest á Íslandi.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna umframnotkun róandi- og svefnlyfja meðal Íslendinga á aldrinum 20-79 ára á árunum 2003-2013
  Gögn úr Embætti Landlæknis um úttekna lyfseðla róandi- og svefnlyfja voru notuð. Umframnotkun var skilgreind og skoðuð milli aldurshópa og kynja. Þróunin milli ára var svo metin.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að hlutfall notenda róandi- og svefnlyfja á aldrinum 20-79 ára breyttist lítið sem ekkert milli ára en þó mátti greina örlitla hækkun þegar einstaklingar á aldrinum 80 ára og eldri voru taldir með. Hlutfallið var hærra meðal eldri einstaklinga og meðal kvenna.
  Umframnotkun róandi lyfja lækkaði á árunum 2003-2013 en umframnotkun svefnlyfja hækkaði og náði toppi árið 2013. Af þeim sem fengu meira en 100, 180 eða 360 DDD á ári af róandi lyfjum voru karlkyns notendur alltaf með hærra hlutfall á meðan kvenkyns notendur voru alltaf með hærra hlutfall meðal notenda svefnlyfja. Eldri einstaklingar voru yfirleitt með hærra hlutfall en þeir yngri.

 • Útdráttur er á ensku

  Insomnia is a common problem that increases with age and can last up to several years. Guidelines recommend that drug therapy should only have a short duration, a maximum of four weeks, and the lowest possible dose should be used in order to reduce the risk of abuse and addiction. SmPC guidelines however recommend a maximum of 12 weeks usage of most sedatives. Current drug therapies mainly involve GABA that is the major inhibitory neurotransmitter in the central nervous system. Studies have shown that the overall use of sedatives and hypnotics in the ATC classes N05CD and N05CF is by far the highest in Iceland compared to other Nordic countries.
  The aim of this study was to explore excess use of sedatives and hypnotics in Iceland among individuals aged 20-79 years during the period 2003-2013.
  Data from the Icelandic Directorate of Health of purchased sedative- and hypnotic prescriptions were used. Excess use was defined and studied in different age groups of men and women. The development in use from year to year was assessed.
  Results showed that proportion of sedative and hypnotic users as percentage of the population at the age of 20-79 years changed little, if anything, between years. A slight increase was seen when individuals aged 80 years and older were included. The percentage was higher among older individuals and females.
  Excess use of sedatives decreased in 2003-2013 but excess use of hypnotics increased and reached its top in 2013. The percentage of sedative users that received more than 100, 180 or 360 DDD per year was always higher among the males but the percentage of females was always higher in the hypnotics group. Older individuals generally had higher percentage than the younger ones.

Samþykkt: 
 • 29.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umframnotkun róandi- og svefnlyfja.pdf1.72 MBLokaður til...30.04.2020HeildartextiPDF