is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20850

Titill: 
  • Innsýn í störf náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Reykjavíkur: Gagnreyndar aðferðir og mat
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í störf náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Reykjavíkur. Markmiðið var að meta að hve miklu leyti þeir styðjist við heildræna náms- og starfsráðgjafaráætlun í starfi sínu og hvort þeir nýti gagnreyndar aðferðir í ráðgjöf sinni og inngripum. Slíkar aðferðir tryggja gæði náms- og starfsráðgjafar og eru nauðsynlegar til að uppfylla markmið grunnskólalaga sem segja að allir nemendur eigi rétt á náms- og starfsráðgjöf. Jafnframt er mælt með að skólar nýti sér slíkar aðferðir til að uppfylla stefnu aðalnámskrár grunnskóla (2011). Samkvæmt þeirri stefnu eiga allir nemendur að vera búnir undir frekarar nám og starf með markvissri náms- og starfsráðgjöf. Spurningalisti var sendur til 27 náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Reykjavíkur, haustið 2014, og svöruðu 18 sem gerir 67% svarhlutfall. Niðurstöður sýndu að um 60% náms- og starfsráðgjafa unnu eftir heildrænni náms- og starfsráðgjafaráætlun, um 66% nýttu sér gagnreyndar aðferðir við störf sín en aðeins um 20% mátu ráðgjöf sína og fræðslu. Auk þess kom fram að mestur tími náms- og starfsráðgjafa fór í persónulega ráðgjöf en minnstur í náms- og starfsfræðslu. Niðurstöðurnar ættu að koma að gagni fyrir fræðsluyfirvöld, grunnskóla Reykjavíkur og náms- og starfsráðgjafa, til að koma betur til móts við rétt nemenda og til eflingar heildstæðara og markvissara starfs náms- og starfsráðgjafa.

Samþykkt: 
  • 29.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innsýn í störf náms- og starfsráðgjafa.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna