is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20853

Titill: 
 • Terry Pratchett og Diskheimurinn: Þýðingarýni á Litbrigðum galdranna og Furðuljósinu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar fyrst um ævi Terry Pratchett og helstu atburði í ritferli hans, og þessari umfjöllun eru tileinkaðir kaflar um þær hugmyndir sem Pratchett tjáði sjálfur um bækurnar sínar og sjálfan Diskheiminn. Diskheimabækurnar eru síðan greindar út frá nokkrum bókmenntafræðilegum kenningum póstmódernisma. Samspil veruleikans og textans leika stórt hlutverk í sögunum, og fundnar eru tengingar við kenningar á borð við textaveruleikann (textual reality) og stórsöguna (grand narrative). Ein helsta uppistaðan að paródíunni í Diskheimabókunum byggir á bókstaflegum skilgreiningum á fræðilegum kenningum.
  Við bókmenntafræðilega hlutanum tekur þýðingarýnin á Litbrigðum galdranna og Furðuljósinu. Rammi þýðingarýninnar byggir á kenningum Katharina Reiss. Í rýninni er einnig stuðst við hugtakið um jafngildi (equivalence), og þá sérstaklega samkvæmt skilgreiningum Eugene A. Nida um formlegt jafngildi (formal equivalence) og áhrifajafngildi (dynamic equivalence). Til samans við kenningar Reiss nýtist jafngildishugtakið til þess að greina hversu árangursríkar íslensku þýðingarnar voru í að færa innihald frumtextans yfir á markmálið. Helst er það skortur á nægjanlegu jafngildi sem gerir þýðinguna á Diskheiminum erfiða. Bent er á hvernig tilfærslur reynast hafa verið notaðar til þess að komast fram hjá þessum vanda, sem lýsa sér í viðbótum og úrklippingum í marktextanum.
  Rýnin gerir einnig grein fyrir tröllunum sem einni tiltekinni tengingu Pratchett við Tolkien, sem leiðir áfram í samanburð á persónunöfnunum og örnefnunum í frum- og marktextunum. Niðurstaðan er sú að miklu lengra hefði verið hægt að ganga fram en gert var við þýðingu heitanna í báðum bókunum, sem hefði skilað sér í marktexta sem felli betur að markmálinu, og sem gætu lagt grundvöllinn fyrir þýðingu á seinni Diskheimabókunum. Góð rök fyrir þessu myndar sú velgengni sem tékknesku þýðingarnar á seríunni hafa notið.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay begins with an overview of Terry Pratchett's life and key events of his writing career. Pratchett's own ideas about his novels and the Discworld are also discussed. The Discworld series is then analysed in accordance to theories of literary postmodernism. The interplay of the real and the text has a significant role in the novels, and connections to theories such as the textual reality and the grand narrative are identified. The literal adaption of theoretical ideas is a significant basis to the novels' parody.
  The literary analysis section is followed by the translation criticism of Litbrigði galdranna and Furðuljósið. The framework is based on Katharine Reiss' theories on the process of translation criticism. The criticism is further based on the concept of equivalence, particularly the definitions of the formal and dynamic equivalence as expressed by Eugene A. Nida. The equivalence concept and Reiss' theories enable an evaluation of the effectiveness of the Icelandic translations in transferring the contents of the source text into the target language. A lack of effective equivalence makes any translation of the Discworld a difficult process. Examples of shifts are highlighted, and indicate an effort to circumvent the equivalence problem, manifested by both added and disregarded content in the target text.
  The translation criticism also identifies the trolls as a particular connection between Pratchett and Tolkien, which leads to a comparison of the names of characters and locations in the source and target texts. The overall conclusion is that the translation of such names could have been substantially increased, which would have resulted in a target text that would have conformed more to the target language. Furthermore, such translations could have laid the groundwork for the translation of later Discworld novels. The success of the Czech translations fits with that assessment.

Samþykkt: 
 • 30.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BBjörnsson MA Ritgerð TPratchett.pdf400.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna