is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20858

Titill: 
  • Paradís á jörðu: Heimildamynd um hjólhýsahverfið á Hellishólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið er heimildamynd um hjólhýsahverfið á Hellishólum í Fljótshlíð þar sem tekin eru viðtöl við íbúa og eigendur hjólhýsahverfisins ásamt því að fylgst er með hverdagslífinu á svæðinu. Hjólhýsahverfið er tiltölulega ungt, en núverandi eigendur þess keyptu svæðið árið 2004. Það hefur verið í mikilli uppbyggingu og þróun, en eldgosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á landið og samfélagið þar. Heimildamyndin er um 20 mínútur að lengd og er tekin upp sumarið 2014. Heimildamyndin fékk heitið Paradís á jörðu því orðið paradís kom ítrekað upp í samtölum og viðtölum við íbúa þegar þeir voru beðnir um að lýsa Hellishólum.
    Í greinargerðinni er fjallað um vinnuferli verkefnisins, allt frá hugmynd að eftirvinnslu. Einnig er fjallað um fræðilegar hliðar heimildamynda, út frá flokkum Bill Nichols ásamt fræðilegri greiningu þess að tilheyra, samfélagsvits og samfélagslegrar sjálfsmyndar. Einnig er fjallað um mörk siðferðislegrar ábyrgðar og listræns frelsis.

Athugasemdir: 
  • Diskur fylgir prentaða eintakinu sem er varðveitt í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 30.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Paradis_a_jordu_greinagerd.pdf1.57 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna