en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/20862

Title: 
  • Title is in Icelandic Aftur út á vinnumarkað! Námsráðgjöf og starfsendurhæfing fólks sem hverfur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa
  • Back to the Labor Market! Academic counseling and work rehabilitation for people who abandon the labor market due to ill health or casualty
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi rannsókn snýr að því að skoða hvað gerist í lífi fólks þegar það hverfur af vinnumarkaði og hvaða leiðir fólk hefur til endurhæfingar og til þess að komast á ný út á vinnumarkaðinn. Hugmyndafræðin sem er að baki endurhæfingu er valdefling. Með valdeflingu er átt við þjónustu sem er á forsendum ráðþegans; notandinn stýrir ferðinni. Þessi rannsókn er eigindleg og notast er við veltiúrtak þar sem einn viðmælandi bendir á annan líklegan viðmælanda. Rannsóknin beinist að því að reyna að svara því hvaða möguleika einstaklingar hafa varðandi endurhæfingu og hvaða væntingar þeir hafa varðandi stöðu sína í framtíðinni þ.e. þátttöku á vinnumarkaði. Megin niðurstöður voru þær að nauðsynlegt er að setja upp miðlægan gagnagrunn þar sem einstaklingar geta fengið upplýsingar á einum stað um allar þær bjargir sem þeim standa til boða. Stjórnvöld þurfa að bæta tryggingakerfið til þess að jafna stöðu einstaklinga varðandi menntun, hvort heldur bóknám eða starfsnám. Að geta sótt sér menntun og þá starf við hæfi er líklegt til þess að bæta félagslega og efnahagslega stöðu þessa hóps.

Accepted: 
  • Apr 30, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20862


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA ritgerð í sniðmáti pdf..pdf613,08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open