is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20865

Titill: 
 • Mikilvægi vandaðrar lagasetningar
 • Titill er á ensku The importance of quality standards in law making
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um feril og gæðaviðmið við lagagerð, einkum með tilliti til undirbúnings. Í ritgerðinni er því áhersla lögð á hve mikilvægt er að vanda til undirbúnings lagafrumvarpa, m.a. til þess að lög verði aðgengileg, skýr og skiljanleg.
  Til að kanna viðfangsefnið er í öðrum kafla fjallað almennt um mikilvægi þess að vandað sé til verka við samningu lagafrumvarpa. Þar er vikið að áratuga langri umræðu um hvernig megi auka gæði lagafrumvarpa. Þá verður fjallað um hverjir fara með vald til lagasetningar og hvernig framkvæmd hennar er í raun. Því næst er fjallað um hvernig hugmynd verður að frumvarpi og ólíkar tegundir lagafrumvarpa skoðaðar.
  Í þriðja kafla er fjallað um hvernig á að standa að samningu lagafrumvarpa, hvaða viðmið gilda og þann feril sem frumvörp fara í gegnum áður en þau verða að lögum. Umfjöllun er skýrð nánar með vísun til dómaframkvæmdar og álita umboðsmanns Alþingis. Í lok kaflans verður stuttlega vikið að eftirfylgni með lagafrumvörpum.
  Til að kanna viðfangsefni ritgerðarinnar nánar skoðaði höfundur stjórnarfrumvörp til heildarlaga sem lögð voru fram á tímabilinu 1. október 2008 til og með 28. apríl 2013. Könnunin laut að þeim þremur meginþáttum undirbúnings sem greint var frá hér að framan. Í ljósi þess að hlutlæg viðmið skorti um flest efnisatriði lagafrumvarpa var ákveðið að beina sjónum eingöngu að reglugerðarheimildum og markmiðsákvæðum en sleppa öðrum efnisþáttum. Frá könnun höfundar er nánar greint í fjórða kafla. Við þessa rannsókn las höfundur yfir þau frumvörp og almennar athugasemdir og eftir atvikum skýringar við einstök ákvæði sem voru til skoðunar og skráði niður og bar þau saman við þau viðmið sem fjallað er um í þriðja kafla. Af þeirri yfirferð var dregin ályktun og tekin saman dæmi um það sem vel var gert og það sem betur hefði mátt fara.
  Í fimmta kafla er fjallað um meginatriði ritgerðarinnar og helstu niðurstöður.

Samþykkt: 
 • 30.4.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi vandaðrar lagasetningar.pdf942.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna